Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 24
94 EIMREIÐIN Og kynning prófessoranna á faginu í fyrstu tímum hvers vetrar: farið á lögfræðilegum handahlaupum í gegnum veraldarsöguna, tyllt niður fæti í Rómarveldi, síðan Þýzkalandi á miðaldatímanum, þá Norðurlönd, sem sagt sagnfræði. Það getur verið að lögfræði sé svo sjálfsagt fyrirbæri, að taki því ekki að nefna inntak hennar, hvað þá að gera merkingarlega samstætt skema yfir hana. En mér er hún lítt kunn. Og var alls ófróður um fyrirbærið, þegar mér hlotnaðist inn- vígslan í musterið. Eða hver var starfsfræðslan í menntaskólanum? Orðið liáskóli tilheyrði ekki þeirri terminólógíu, sem þar var talin til gildis. Tilgangur námsins var jafn fjarlægur framkvæmd þess og última causa sjálfrar veraldarinnar er liversdagsleikanum. Töfrar þínir valda mér ógn og undirgefni; jafnvel dauðinn, sem allir hræðast, leysist upp í höndum þínum og verður að fræðilegum skilum, þar sem réttindi stofnast, en önnur lúkast. Undir sjónarhorni þínu er fólkið arfþegar og arflátar, sifjar og kynforeldrar, kjörforeldr- ar, ættliðir, eða að hliðarsýn: gerðarþolar og tjónþolar, tjónvaldar, skuldakrefjendur — og skyndilega finn ég að tilfinningatengsl mín við jrá, sem ég hef verið bundnastur, liggja eftir fánýt, en kynlegt frelsi sértæks heims liggur á alla vegu eins og flugvöllur án endimai'ka. Mikill er galdur þinn, Ármann. Þarna situr þú reffilegur, langhöfði með skalla og hárkraga í vöngum, höku og enni innstæðara en miðandlitið og iðandi kjálkarnir mala af einbeitni fram kjarnyrta íslenzku, nánast fornmál, óaflátan- lega líkt og úr alsnægtarhorni, en augun rauð og þrútin bakvið gleraugun af yfirvinnu. Já, þú ert tvímælalaust afbragðskennari að hæfi- leikum þótt minna verði úr nýtingu. Þú mátt ekki vera að þessu. Nefndarmaður, rektor, háskólakennari og líklega hugsjónamaður. Það er gaman að þér, þegar þú kemur hlaðinn af orðkyngi („konungshugs- un,“ „annar andi svífur þar yfir vötnum“), snarar þér uppá háfætta stólinn — hinir prófessorarnir standa ævinlega — og hellir úr alsnægtar- horninu og svo þegar líða tekur á tímann, slær rektorinn í gegn, annar maður hefur skyndilega tekið af þér orðið og heldur því í fimm mín- útur eða svo, og síðan tengir þú mál þitt, sem kennari í erfðarétti, við það, sem sagt var þar fyrir, af listilegri nákvæmni. Ef þú værir bara háskólakennari eða bara rektor eða bara eitt þessara mörgu hlutverka, sem þú starfar að, fáguð yrði smíði þín þá. En mikilla hæfileika og þekkingar er alls staðar þörf. Eða hver á að taka sæti í nefnd, ef þú gengur frá. Þú ert manna fljótastur að lesa. Og líklega eru öll þessi orð, sem fram koma af vörum þínum við „hraða yfirferð," skýrt mótuð og grein- anleg, ef þau væru tekin upp á segulband og spiluð með hægari snún- ingi. Og starfsorka þín er mikil, þegar þú tvinnar fram máli þínu við- stöðulaust á öðru gangstígi eða fjórða langt framyfir tíman í loftleysu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.