Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 31

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 31
háskói.abréf frá laganema 101 jakkaföt. Svart hár. Svart lagasafn, sem hvikular liendur eru sífellt að færa til á púltinu. Þykkar varir, með þeirri neðri slapandi, brosa, þegar hugurinn vill vera alvarlegur og vís versa. Litið á skakk að þeim, sem hugurinn var hættur við að líta á; andlitið með svartri skegg- rot, kinnum teknum að síga, svört augun með ógagnsæisgljáa. Röddin bás, stundum næstum skræk, líkt og kennarinn engist milli þess, sem hann á ólokið við að segja til þess að mál lians hafi meiningu, og hins sem leitar á hugann. ,,Sem að . . . sem að . . . sem að . . . hitt er svo vitaskuld . . . (síðan kemur orðið, sem hann var að leita að í sín- um kontrapunktíska heila) GRANDLEYSI." En enginn man svo langt, að liann nái að skeyta þessum síðkomna tengilið inn í orðhaug- inn; hann tilheyrir fortíðinni sem brot einhvers, sem aldrei varð. Og áfram er haldið; lok næstu setningar slengjast framyfir inntak hennar og koma fram næst á eftir þess „sem að“; inntakið hefur þar af leið- andi glatað hinni ætluðu merkingu og fengið aðra. Uppá þetta verður að lappa; það er brosað afsakandi meðan leitað er að meðalvegi milli þess, sem ætlunin var að segja og hins, sem búið er að segja. Og keðju- verkunin varir út tímann. Kjarninn er aldrei sagður, aðeins samteng- ingar og orðaglefsur. Hér er um að ræða einhvers konar ofboðslega hógværð yfir þekkingu sinni, þannig að þekking sú, sem maðurinn búi yfir sé svo ómerkileg að hans áliti, að það taki því alls ekki að nefna það. Þetta virðist honum verða ljóst í hvert sinn, sem hann er að því kominn að láta hana í ljósi. Skýrast kemur hæverskan fram, þegar vitnað er til laga og hæstaréttardóma með tölulykjum. Það er gert beinlínis til að nemandinn skrifi tölurnar niður og tilgangurinn fer ekki milli mála. En framsetningin: málið teygist skyndilega; hann tal- ar hægar, og kófsveittur (kaldur sviti, hrollur) grípur maður þessa augna- bliksstund til að grubbla upp samhengið í því, sem nýlokið var við að segja, jafnvel ná því í tengsl við meginatriði annars efnis, sem komið hefur fram í þessum tíma, já, í þessum augnabliksblota fjarlægjast hugrenningar manns línuna og kannski vaknar sem snöggvast von um að maður nái saman endum þess, sem kennarinn hefur sagt, og hins, sem meður hefur sjálfur lesið, þá er leifturhratt slegið fram tilvitnun í lagasafnið hvíslandi rómi og því næst þrír hæstaréttardómar nefndir hver á eftir öðrum, líkt og skotið sé af vélbyssu með hljóðdeyfi, og svo farið á hrokabullandi kaf í annað efni, hikstandi líkt og straumhvörf hafi orðið í lífi fræðarans á þessari stundu og hann sett sér að verða mál- fræðingur Hvernig verður því lýst að sitja undir fyrirlestrum slíkra manna margra hlutverka? Verknaður, sem framkvæmdur er tvisvar sinnum fjörutíu og fimm mínútur á dag með akademísku korteri á milli, næst- um alla daga vikunnar næstum því samfleytt í sjö mánuði. Og hafa aldrei sagt orð meðan á þessum tímum hefur staðið, utan tvö, þó sam- J-tmtsbókasafniÁ á /fkureyri

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.