Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 35

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 35
háskólabréf frá laganema 105 Sjötti bekkingurinn trúir því, að hann hafi nú til að bera þá eigin- leika, sem hann áður sá i hyllingum. Framundan eru áfangar af svipuðu tagi, hver upp af öðrum: háskóli, og síðan þjóðfélagsleg metorð. Á hvaða þrepi sem hinn framsækni er staddur trúir hann, að hann sé vegna aðstöðu sinnar orðinn merkilegri hinum sem neðar standa. Skýrt konkret dæmi er fundur um fjármál, sem ég slæddist inn á í vetur. Þar var mættur seðlabankastjóri auk annarra framámanna á sviði fjármála. Fræðimaður nokkur flutti gagnmerkt erindi og hóg- vært. Síðan var beint fyrirspurnum til seðlabankastjóra og þeirra hinna. En það var dagskrárliður, að fyrirspurnum yiði svarað. Viðbrögð bankastjórans urðu þó þau, að hann gerði lítið annað en umla þverlega eða snúa útúr. Og spurningar fræðimannsins, mæltar fram bljúgri rödd, hæddi hann.. Hann beitti öllum þeim orðatiltækjum, sem nú- verið eru einkennismerki meðalmennskunnar: „segja má,“ „náttúrlega," „auðvitað," „vitaskuld," „eins og allir vita,“ „einkum og sérílagi,“ „ég mundi segja" . . . Það í mæli hans, sem var mælt mál, voru loðin svör og sjálfsbirgingsleg, fór í kringum efnið, sagði málið of flókið til að það væri útskýrt. En viðbrögð áheyrenda, sem flestir voru hagfræðingar, staddir í embætti og ætluðu lengra — þeir voru samþykkir. Hin rétta aðferð við skólun er að láta lærisveininn ná því meira jafn- ræði við meistarann, þeim mun fleiri vígslustig sem hann hefur lagt að baki. Og eðlilegast væri að efsta stigi menntunar, þ.e.a.s. í háskólan- um, færi kennsla fram með samræðum milli kennara og nemenda; enn- fremur að kennarinn væri því þjálfaðri í að leiða efnið með skynsam- legum tengslum og sýna kjarna þess frá sem flestum hliðum. Það er náttúrlega að einræðisafstaðan kennari/nemandi sé sem mest gagn- vart fyrsta bekk barnaskóla en fari svo minnkandi stig af stigi, eftir því sem hærra dregur í menntakerfinu. Ef þessi leið er farin, skilar kerfið af sér hlutgengum þegnum lýðræðisþjóðfélags. En það skortir sannarlega mikið á að menn séu það við núverandi aðstæður. í raun eru hin endanlegu mörk, sem háskólinn setur á þá mann- gerð, er þjóðfélagið hefur með uppeldi sínu haft í smíðum, annað hvort að gera hana að valdafýknum eiginhagsmunasegg, eða óper- sónulegum jámanni. Það er ekki hin rétta aðferð til að móta félagslyndi þegns að keyra stjórntæki spjaldgosans inn í hausinn á honum með upp- styttulausum ræðuhöldum. Nú sé ég ekki betur en prófessor Ólafur Jóhannesson gangi eftir stígnum handan grasflatarinnar framan við gluggann hjá mér — ég skrifa þetta bréf á Nýja Garði. Sjá hann kringluleitan og stuttan með svartan hatt í svörtum frakka. Sólskin úti og hiti. Fæturnir hreyfast setlega hvor framfyrir hinn, slyttislega, líkt og hann vaði í grunnu vatni á ó- traustum botni; höndunum sveiflað dálítið um of og alltaf að líta niður-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.