Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 39

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 39
Þrjú Ijóð Eftir Gunnlaug Sveinsson HAMINGJA Það var sólskin og kitlandi gola Ég kyssti stúlkuna mína og sagðist elska hana Svo gengum við hönd í hönd niður annríka götuna og enginn tók eftir því að við áttum allan heiminn HEIMA Móðir mín raular yfir rjúkandi pottum á eldavélinni. Hamrandi tónlist úr herbergi bróður míns vitnar eirðarlaust um tilveru okkar. Slög klukkunnar á veggnum brjóta engar eilífðir og systir mín leggur á borð. Svo eru útidyrnar opnaðar og faðir minn stendur í gættinni og innan stundar erum við öll sezt að snæðingi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.