Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 44
114 EIMREWIS ina koma til sögu, veiðarnar breytast ár frá ári. Hann kennir á sjálfum sér strit og áhættu hins tvísýna leiks við að bjarga bátnum úr öldurótinu í ofviðri með mannafli einu saman; fyrir mörgum ár- um laskaðist hann í baki í slíkum hamförum, og síðan getur hann ekki á heilum sér tekið; hann getur ekki farið á sjó og verður að ganga í spangavesti til að styrkja bakið. Það var mikil mannraun að setja bátana í brimrótinu áður fyrr, þegar hlaupa þurfti fyrir borð á réttu augabragði og setja síðan undir þá bakið og þoka þeim fet fyrir fet upp eftir fjörunni. En þótt Jens Röge beri þannig menjar starfs síns og erfiðis stéttar sinnar í þess orðs fyllstu merkingu, er hann heill í lundu og sátt- ur við guð og menn. Hann á hlut í bát með tengdasyni sínum, getur dútlað ýmislegt við fisk og veiðarfæri, og tryggingar bæta honum örkumlin að nokkru. Hann þekkir raun og gæfu þessa lífs; kona hans bjó lengi við heilsuleysi, og síðan missti hann hana langt um aldur fram. En nú er hann fyrir áratug kvæntur öðru sinni, og konan, sem hér gengur um beina með hýru í svip og viðmótshlýju í fasi, og ungur sonur þeirra, er lífsfylling hans og hamingja. Það er slík mildi og þreklyndt jafnvægi í fari þessa alþýðumanns, að við- ræður við hann eru mannbætandi. Uppgrip eru sjaldan í veiðum hér á sandströndinni, ábatinn er enginn stórgróði, en fiskimennirnir komast sæmilega af. Stund- um þarf hið opinbera að hlaupa undir bagga, ef illa árar, eins og dæmin eru annars staðar. Áhöfnin er alla jafnan eigandi bátsins og skiptir ágóðanum í hlutfalli við framlag. Stórútgerðarmenn eru fáir hér á ströndinni, a. m. k. í smáþorpunum. Þegar bátarnir koma að landi síðdegis, er fiskurinn settur á vörubíla, og síðan er honum ekið alla leið suður til Esbjerg. Frá Tókaströnd eru þetta meira en 200 kílómetrar, svo að það gefur auga leið, að hér er um alldýran flutning að ræða. Aflinn er síðan seldur á uppboði í Esbjerg. Að sjálfsögðu bætir mikið úr skák við fiskflutningana þessa löngu leið frá smáþorpunum á Norðvesturströnd Jótlands, að vegir eru allir malbikaðir og að langmestu leyti sléttir. Á síðustu áratugum hefur verið gert stórátak í malbikun vega á Jótlandi. Við ókum land ið þvert og endilangt og ótal krókaleiðir, en komum varla á ómal- bikaða braut. Jens Röge segir, að þetta sé stórmunur, og þá ekki sízt vegna ryksins. Hann lýsir fyrir okkur með miklum áherzlum mekkinum, sem áður fyrr lá yfir öllum leiðum hér um slóðir urn helgar, þegar umferðin var mest. En þetta þekkjum við íslendingar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.