Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 47
flSKVElÐAR Vlfí SANDSTRÖNDINA 117 átök og héraðarígur, dugnaður einstaklinga og heilar heimsstyrj- aldir. Upplýsingar mínar hér eru byggðar á plöggum og teikningum, sem bæjarverkfræðingurinn í Hanstholm, Áki Hólm, lét mér góðfús- lega í té. Þessi saga hefst fyrir hálfri öld, þótt hún eigi sér áratuga að- draganda. Árið 1917 eru þau lög sett af danska þjóðþinginu, að atvinnumálaráðherra er heimilað að láta gera fiskihöfn við Hanst- holm, og mátti verja til þess um lly2 milljón króna. Þetta á fyrst og fremst að verða neyðarhöfn fyrir fiskimenn strandþorpanna. En verkið sækist seint. Mörg Ijón eru á veginum, hafnarstæðið sein- unnið og óöruggt, sandurinn ótryggur og fáir ráðamenn heils hugar að baki verkinu. í aldarfjórðung er þó unnið að framkvæmdum og langir hafnargarðar steyptir. En þá taka Þjóðverjar Danmörk og banna frekari framkvæmdir í Hanstholm. Þegar farið er að huga að verkinu eftir stríðið, kemur í Ijós, að hafnargarðarnir eru meira og minna laskaðir og 7 milljónir fara í viðgerðir einar. Nú koma ný öfl til sögu: Hvers vegna höfn í Hanstholm? Mun hún draga frá öðrum höfnum? Þaðan er stytzt til Englands og Noregs. Hvað um Esbjerg eða jafnvel Kaupmannahöfn? Nefnd fær málið til athugunar. Meirihluti hennar kemst að þeini niðurstöðu eftir 6 ára starf árið 1954, að höfn skyldi byggð í Hanstholm. En íbúarnir eru ekki af baki dottnir, þeir heimta rannsókn, deilur rísa, deilur hjaðna, önnur nefnd er sett á laggirnar árið 1955, og 4 árum síðar skilar hún nýju áliti: Höfn skal byggð í Hanstholm, og ekki aðeins fiskihöfn, heldur einnig innflutnings- og útflutningshöfn, er sé 8y2 metri á dýpt. Um þetta eru sett lög árið 1960. Sigurinn er unninn. En þetta er sigur á pappír. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Og það hefur verið gert í Hanstholm, með góðum stuðningi stjórn- valda. Og hér gefst á að líta: Miklir brimbrjótar og hafnargarðar teygja sig frá sandoddanum langt út í Norðursjóinn og mynda stóra ytri höfn, breiðir þvergarðar eru milligerði ytri og innri hafnar, en bólverk, bakkar og garðar hringa sig um tvískipta innri höfnina, fiskihöfnina að austan, verzlunarhöfnina að vestan. Þegar út- og innflutningshöfnin er fullgerð, verða hafnarbakkarnir 1,2 km. á lengd, svo að legurými er mikið. En í fiskihöfninni er þegar pláss fyrir 500 vélbáta. Vöruskemmur, olíutankar og uppboðssalir ofan við bakkana eru í samræmi við þetta. Svo litla hugmynd um þetta risahafnarmannvirki gefa eftirfar- andi tölur: í hafnargerðina hafa þegar farið 33.000 tonn af sementi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.