Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 48

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 48
118 EIMREIÐIN 200.000 rúmmetrar steinsteypu, 4500 tonn af járni. Til að flytja alla þessa steinsteypu í einu hefði þurft um 24.000 vagna, sem myndað hefðu 200 kílóm. langa lest. Ef hinum sjötíu og þremur hringlaga kerjum, sem notuð eru í garðana og eru 12j/2 nretri í þvermál, hefði verið raðað hverju upp af öðru, hefði þar risið 900 m hár turn. Kran- inn, sem lyftir þessum kerjum og lætur á sinn stað í sjónum, er sá stærsti sinnar tegundar í heimi; hann vegur 1100 tonn. Er hann smíðaður í skozkri skipasmíðastöð. Síðan fiskihöfnin var formlega opnuð fyrir tíu dögum, hafa að jafnaði komið hingað 50-60 vélbátar á dag. Þannig virðist lítill vafi leika á því, að Hanstholm verði arftaki fiskiþorpanna á hafnlausu sandströndinni. Þetta er þriðji og síðasti dagurinn okkar í Lyngbæ. Þótt veður- guðirnir hafi ekki verið okkur sérlega hliðhollir þessa daga, erum við harla ánægð með dvölina og margvíslegri reynslu og þekkingu ríkari. Um kvöldið erum við sannfærð um, að við munum skilja við Lyngbæ með talsverðum söknuði Morguninn eftir vöknum við í sólskini og fyrirtaks veðri. Við opnum stórar vængjadyr á stofunni, meðan við ræstum og lögum til í bústaðnum. Veður hefur ekki leyft það fyrr, en það gleður okk- ur að sjá, hvernig þægilega búin stofan og grasflötin fyrir framan getur orðið eitt. Sem snöggvast renna á okkur tvær grímur. En ekki dugir að doka; við eigum enn mikið ferðalag fyrir höndum. Við tökum saman farangur okkar, lokum öllum dyrum og glugg- um sem bezt, og ökum síðan heim til þeirra Rögehjóna til að skila lyklum og þakka fyrir gestrisni og góða viðkynningu. Viðdvöl okkar í Lyngbæ er lokið. — ENDIR.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.