Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 51

Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 51
l‘REYTT MÓÐIR 121 En handleggir hennar báru vitni um þrældóminn. Henni verkjaði í þá, þó að hún hefði ekki mörg orð um það. Kannski hefði hún ekki þurft að vera svona þögul. Hún hefði getað mótmælt. Látið vatns- föturnar eiga sig og standa kyrrar. Þá hefði einhver annar neyðzt til þess að sækja vatnið. En henni hafði víst aldrei komið neitt því- líkt til hugar. Hún hafði tekið vatnsburðinn sem sjálfgefið hlut- verk, er heyrði henni einni til. Það var dauðakyrrð, þegar hún gekk yfir sofandi túnið í morgun- sárinu. Nokkur stór gul blöð skrjáfuðu milli greinanna á gömlu trjánum í túninu um leið og þau féllu til jarðar. Það var líkt og þau væru að þreyfa sig áfram að hvílu- stað sínum í hinum stóra kirkju- garði náttúrunnar. Svo varð allt” hljótt á ný. S Hún opnaði dyrnar varfærnis-E lega, þegar hún kom aftur heim.'y Hún var hrædd um að valda háv- ’ K-. aða og ónæði. Hún setti föturnar næstum hljóðlaust frá sér á bekk- inn, og tók skóna af fótum sér. Oddvar sonur hennar svaf enn í rúmi sínu. Hann var sá eini af barnahjörðinni, sem enn var heima, hin voru öll farin út í veður og vind og eiginmaðurinn dáinn. Hún hafði ekki átt margar sólskins- stundir í lífinu, aðeins nokkra smá- glampa, sem hafa birt upp gleði- vana stundir í dægurstritinu. En oftast voru það hinir hörðu hvers- dagsdagar, sem einkenndu lífsbar- áttuna, og þeir voru álíka dökkir og litbrigðalausir og stígurinn niður að brunninum. En hún hefur tekið öllu, sem að höndum bar með ró og æðruleysi í þeirri von að ein- hverntíman hlyti hún að eignast betri daga. Þannig hafa æviárin liðið — og nú er hún orðin gömul kona. Meðan hún kveikir upp, tekur fram bolla og leggur á borðið, lít- ur hún öðru hvoru til Oddvars son- ar síns. Skyldi hann nú ekki fara að vakna? Hann vissi þó að hann átti að fara til vinnu í dag eins og venjulega, og nú var senn kominn fótaferðatími. Hann hafði að vísu farið seint í háttinn í gærkvöldi. Það var helgidagur í gær. Hún útbýr nestispakkan hans, svo að allt verði tilbúið, þegar hann vaknar. Þetta er eitt af henn- ar verkum — sjálfsagður hlutur, eins og að sækja vatnið og kveikja upp eldinn. Enginn liugsar víst út ' í það, að einhverntíma kunni þetta að taka enda. En þegar að því kem- ur, verður það líkast því sem eitt hjól hafi stöðvast í gangvél hvers- dagsleikans. Þá er eitthvað, sem vantar. Nei, nú dugar þetta ekki lengur. Hún læðist yfir gólfið og ýtir var- færnislega við öxl Oddvars, en hann sefur alltof fast til þess að vakna við þvílíkt rjál. Hann hafði verið úti að skemmta sér í nótt, hún vissi ekki hvað seint hann hafði komið heim. Það mundi sjálfsagt ekki verða hýr á honum svipurinn þegar hann vaknaði. Raunar hafði hann verið einstak- lega vanstilltur undanfarið, og hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún skilur ekki af hverju þetta getur stafað; hann hafði þó ekki verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.