Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 53
ÞREYTT MÓÐIR 123 ir tala um stúlkur, líflegar og glað- ar stúlkur, sem þeir hittu á sam- komunni. Nú er nóttin að baki eins og liðinn draumur, en ung og fögur andlit þrengja sér inn í hug- ann í athöfnum dagsins. Þegar Oddvar kemur heim um kvöldið, finnur hann móður sína liggjandi í ganginum. Hún liggur þar grafkyrr, með vatnsfötu í hendinni. Það virðist svo sem hún hafi verið að ganga út á leið til brunnsins að sækja vatn, fengið aðsvif og hnigið niður. Honum bregður í brún, og meðan hann stendur þarna yfir henni á hann örðugt með að trúa því að þetta sé veruleiki. í örvæntingu lýtur hann niður að henni. Svo ýtir liann við henni, eins og hann vænti þess að lífsmark leynist með lienni. En það er ekkert líf. Og nú flýgur um huga hans, allt það sem sagt var og gert um morg- uninn. Hann lætur fallast niður á bekk og situr þar þögull. Hugur hans reikar til hins liðna, til þess sem var, til móður hans, eins og hún hafði verið. Að hann skyldi ekki hafa séð það fyrr. Og hvað hafði hún fengið að launum fyrir allt stritið og allt, sem hún gerði fyrir hann. Gegnum opnar dyrnar sá hann inn í stofuna. Á stól þar inni héngu sokkarnir hans, hreinir og viðgerðir og það var sem hend- ur móður hans lýstu yfir þeim. / fyrra eftir Maríu Karlsdóttur Ég sat og reytti blöðin af bljúgri, smárri plöntu. Ég bara svona tók þau og henti þeim svo frá mér. Mér fannst það ekkert leiðinlegt. Mér famist það ekkert gaman. Ég fann ekki neitt sérstakt. Ég var að hugsa á meðan. Skyld’ún annars hafa fundið tilf Og fölu, litlu blómin, hvert fuku þau í vindinn? Það var anzans mikill garri á norðan, held ég, nei, kannske austan eða vestan. Hvernig œtti ég að muna það, sem gerðist fyrir löngu?

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.