Eimreiðin - 01.05.1969, Page 58
Richard Beck
KVEÐJUÁVARP
flutt í Ríkisútvarpið
31. ágúst
Kæru landar, frændur og vinir.
Nú er komið að kveðjustund.
Vikurnar tíu, sem við hjónin höf-
um átt hér heirna á ættjörðinni í
vor og sumar, eru nú að enda og
þær hafa verið alltof fljótar að
líða, líkt og fagurt ljóð og lag, sem
hrífa hlustandann og lýkur miklu
fyrr en hann hefði kosið, en lifa
þó áfram í huga hans og hita hon-
um um lijarta.
Við hjónin erum nú búsett,
landfræðilega talað í mikilli fjar-
lægð frá ættj arðarströndum. En
hvar, sem við eigum ævidvöl, er
alltaf stutt til íslands. Frá heim-
ili okkar í Victoriu British Colum-
bía, sem er aðeins spölkorn frá
sjávarströndinni, sjáum við bæði
út á sjóinn og snæviþakin fjöll
rísa í tign sinni við himinn yfir
á meginlandinu í Washingtonríki
í Bandaríkjunum. í þessari út-
sýn, sem við höfum daglega íyrir
augum, rís ættjörðin okkar úr hafi
sem draumsýn. Sú draumsýn hefir
orðið okkur að fegurri veruleika
með hverjum degi í þessari ógleym-
anlegu heimferð okkar. Já, það
hefir verið yndislegt að hafa dval-
ið hér heima á ættjörðinni ein-
mitt á þeim tíma ársins, þegar hér
skín nóttlaus voraldar veröld, þar
sem víðsýnið skín, eins og Stephan
G. Stephansson orðar það fagur-
lega í alkunnu kvæði sínu.
Á flugferðum okkar yfir landið,
og öðrum ferðum okkar í alla
landshluta, höfum við séð að nýju,
einstæða, fjölbreytta og svipmikla
fegurð íslands, notið hennar í
ríkum mæli, og fundið það æ betur
og betur, hve sterkum böndum við
erum tengd þessu fagra landi. En
hinu nána og lífræna sambandi
milli íslands og barna þess hefur
Gunnar skáld Gunnarsson lýst
snilldarlega og á eftirminnilegan
hátt í ritgerð sinni „Landið okk-
ar“, þar sem hann segir meðal
annars:
„Fyrir okkur, sem hér erum al-
in, á landið engan sinn líka. Sál
okkar er steypt í móti dala og
fjalla, hvort heldur okkur er það
ljóst eða hulið. Lund okkar er skil-