Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 60

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 60
130 EIMREIÐIN lands og þjóðkirkju eigum við mikla þakkarskuld að gjalda, og sérstaklega er ég þakklátur þeim prestum, víðs vegar um landið, sem sýnt hafa mér þann sóma og þá tiltrú að óska þess, að ég flytti ræður eða ávörp við guðsþjónust- ur í kirkjum þeirra; þær stundir hafa orðið mér mjög áhrifaríkar og minnisstæðar að sama skapi. Menntastofnunum og félagsheild- um, svo sem Góðtemplarareglunni, sjómannadagsráðinu í Reykjavík, Þjóðræknisfélögunum hér heima, og samtökum íslenzkra kennara, vottum við innilega þökk okkar, sem og þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur. Ættmennum okkar og vin- um um landið allt eigum við þá þökk að gjalda fyrir ástúð þeirra og höfðingsskap, að við fáum það aldrei fullmetið né fullþakkað. Já, við þökkum þjóðinni allri fyrir þá hjartahlýju, sem hún hefur um- val’ið okkur í þessari heimferð okk- ar, og mun hita okkur um hjarta- rætur til daganna enda. í ferð okkar hér heima höfum við hjónin alltaf verið að skila kveðjum frá íslendingum vestan hafs til ættingja og vina hér á ættlandinu, og við förum með fangið jafnfullt af kveðjum héð- an vestur yfir álana til ættmenna og vinafólks þeim megin hafsins. Þeim kveðjum munum við skila eins fljótt og víða og ástæður leyfa. En gott hlutverk er það að mega með þeim hætti vera boðberi rækt- arhugans milli íslendinga yfir hið breiða djúp. Stephan G. Stephansson kemst svo að orði í einu ágætis kvæða sinna: Ef að vængir þínir taka að þyngjast, þreyttir af að fljúga í vesturátt, hverf þú heim, og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt. Sannleikur þessara orða hefir með eftirminnilegum hætti orðið að veruleika í þessari ferð til ætt- landsins. Við erum svo rík og gæfusöm að eiga heima — athvarf beggja megin hafsins. Og við förum héðan heim- an heim, hlaðin nýrri orku, með dýpri skilningi á tengslum okkar við þetta stórbrotna og fagra land, og við J^essa þjóð, sem við erum og verðum alltaf hluti af, ætternis- lega og menningarlega, og eigum ómetanlega skuld að gjalda fyrir arfinn þaðan. Og með hverri nýrri heimferð verður okkur bæði land- ið og þjóðin hjartfólgnari. Við biðjum ættjörðinni, — fold- inni með blíða brá og bláum tindi fjalla — ríkulegs velfarnaðar í hjartaheitum orðurn Jónasar Hall- grímssonar: „Drjúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.“ Verið þið öll blessuð og sæl.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.