Eimreiðin - 01.05.1969, Side 66
136
EIMREIÐIN
rætur þeirra löngu hlíða, sem ná upp á Harðangursöræfin. Hann
er bóndasonur að uppruna, og hefur ættin setið óðal á þessum slóð-
um þrjár aldir. Er fæðingarstaður Vesaas snertuspöl frá æskuheim-
ili Vinje skálds, sem gerði byggðir þessar kunnar um gervallan Nor-
eg og víða erlendis með ljóðum sínum á öldinni, er leið. Tarjei
Vesaas á til gáfufólks að telja í báðar ættir, og er hann til dæmis
náskyldur skáldkonunni Áslaugu Vaa og bróður hennar, mynd-
höggvaranum Dyre Vaa, svo og tónskáldinu Eyvindi Groven. Ves-
aas stundaði tvítugur nám við lýðskólann að Voss á Hörðalandi hjá
Lars Eskeland, föðurbróður Ivars Eskeland. Hann gerðist ungur
rithöfundur og kvaddi sér hljóðs 1923 með skáldsögunni Menne-
skebonn. Frægur varð hann upp úr 1930 með skáldsagnaflokkun-
um um Klas Dyregodt og Per Bufast, en þokaðist í fylkingarbrjóst
norskra rithöfunda á árum síðari heimsstyrjaldarinnar með skáld-
sögunum Kimen, Huset i mörkret og Bleikeplassen. Hefur Tarjei
Vesaas síðan verið óumdeildur arftaki Knúts Hamsun og Ólafs
Duun sem frumlegasti og listrænasti skáldsagnahöfundur norð-
manna. Af seinni skáldsögum hans nefni ég sér í lagi Fuglane,
Brannen og Is-slottet, en fyrir þá síðast nefndu fékk hann bók-
menntaverðlaun norðurlandaráðs 1964. Hannes skáld Pétursson
hefur þýtt Is-slottet á íslenzku undir heitinu Klakahöllin, og mun
óþarft að kynna hana frekar.
Sagnaskáldskapur Tarjei Vesaas virðist í fljótu bragði staðbund-
inn við átthaga hans í Suðaustur-Noregi, en því fer samt fjarri, að
hann hafi markað sér þröngan bás. Hann er þvert á móti heims-
borgari í skoðun og viðhorfi og næsta tilraunagjam í sagnagerð-
inni. Úrslitum ræður þó stílsnilli hans, sem ég ætla einstaka. Sagt
hefur verið um Tarjei Vesaas, að hann sé meistari í orðagaldri. Hygg
ég þá ályktun nærri lagi, og eru mér þá einkum í huga skáldsög-
urnar Kimen, Huset i mörket, Bleikeplassen og Is-slottet. Vesaas
reynir oft að gera smátt stórt, kannski af því að honum finnist iðu-
lega stórt reynast smátt. List hans er fólgin í þessari vandasömu
en djarfmannlegu aðferð, og málfar hans lyftir frásögninni jafnan
í æðra veldi hins myndræna og margræða, hvort heldur hann lýsir
sálarlífi, fólki, viðburðum eða umhverfi. Hann er á sína vísu
snjallt skáld, en hefur einnig ríkan boðskap að flytja. Veldur miklu
um það afstaða hans til mannlífsins á jörðunni á þeim örlagatímum,
sem líðandi stund hlýtur að teljast hverju sinni. Eigi að síður er
Tarjei Vesaas næmur á unað og fegurð, hamingju og farsæld, en