Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 69

Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 69
UMRÆÐUEFNl RITHÖFUNDAÞINGS 139 Öðru máli gegnir um skapendur listar. Skáld og rithöfundar, sem allir fyrrgreindir hópar eigá störf sín að þakka að meira eða minna leyti og þá um leið afkomu sína, njóta ekki viður- kenningar á rétti til sómasamlegrar greiðslu fyrir sköpunarslarf sitt. Langmestur hluti af tekjum þeim, sem fást af verkum þeirra, rennur til greiðslu á launum starfshópa, sem ýmist vinna við út- gáfu eða kynningu á verkum þeirra. Frumkvöðullinn sjálfur ber minnst úr býtum allra, sem við verk hans eru riðnir, og ágóða- hlutir renna í vasa þeirra, sem hafa enga möguleika á að annast það starf sérhæfingar og náðargáfu, sem vinna skáldsins og rithöfund- arins er. Það er því brýn nauðsyn, að fram fari endurmat á stöðu skapandans í menningarlífi þjóðarinnar og skáld og rithöfundar verði leidd til öndvegis á þeim pýramída, sem starfshóparnir hafa reist sér á verkum hans. íslenzkir rithöfundar eru ekki þiggj- endur, heldur hlutfallslega stórtækustu veitendur þjóðfélagsins. Því fyrir utan að afkoma stórra starfshópa í þjóðfélaginu byggist á sköp- unarstarfi þeirra, þá er beinn fjárhagsarður hins opinbera af verk- um þeirra árlega mörgum sinni hærri en árstekjur allrar rithöfunda- stéttarinnar af ritstörfum. Engin stéttarsamtök geta látið viðgangast, að félagar þess vinni linnulaust fyrir lítið sem ekkert kaup og arðurinn af starfi þeirra renni mest allur í annarra vasa. Þess vegna er brýnasta verkefni Rit- höfundasambandsins að berjast fyrir því, að skáld og rithöfundar geti rækt starf sitt og fái fyrir það mannsæmandi laun. II. Hvert barn sem vex upp á íslandi, hlýtur um langt árabil mennt- un sína að verulegu leyti af verkum íslenzkra höfunda. Án afnota íslenzkra ritverka væri móðurmálskennsla í skólum með öllu óhugsandi. Allir sem leggja hönd að ytri gerð námsbóka fá rétt- mæt verkalaun og kennarar fá umsamið kaup fyrir að leiðbeina nemendum við bókmenntalestur. En höfundarnir sjálfir fá ekki eyri fyrir sinn skerf til menntunar skólaæskunnar. Á flestum íslenzkum heimilum er álitlegt safn íslenzkra bóka. Það er í sjálfu sér vísbending um, að landsmenn telji bækur meðal nauðsynja. Bækur eru sönnunargögn um unnið höfundastarf. Það er vinna höfundanna, sem gengur kaupum og sölurn á íslenzkum bókamarkaði, án þess að þeir fái nema brot af því fé, sem fer um ýmissa hendur í slíkum viðskiptum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.