Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 73

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 73
UMRÆÐUEFNI RITHÖFUNDAÞINGS 143 gjafinn hafi leyft hliðstætt álag á ýmsan varning þörfum málum til þrifa. 5. Arlegt framlag ýmissa aðila næstu 10 ár. Ríki, Reykjavíkurborg, bæja- og sveitafélög mörg veita tals- vert fé til tón- og myndlistarstarfs, myndskreytingar bygginga, kaupa á höggmyndum og málverkum, byggingar myndlistarsafna og sýningarsala. Þetta er lofsvert, og væri hliðstæður stuðningur við bókmenntir eðlilegur. Bankar og fleiri aðilar gefa stundum myndarlegar fjárhæðir til Háskólans, Vísindafélagsins, Hins íslenzka bókmenntafélags og fleiri merkisbera menningarinnar. Ekki er ólíklegt, að þeir vildu einnig efla bókmenntasjóðinn. Auk þess er fjöldi bókiðjufyrir- tækja, félaga og bókaforlaga, að ógleymdum bókmenntasinnuðum einstaklingum, sem áreiðanlega vildu efla bókmenntasjóðinn hver eftir efnum og ástæðum. Gjafir í hann ættu að vera skattfrjálsar. 6. Söluskattur af íslenzkum bókum. Eins og fyrr var drepið á fær ríkið árlega rúmar 6 milljónir króna í söluskatt af íslenzkum bókum. Þingið lýsir óhæft, að slík fjár- hæð — sem að meginhluta er arður af störfum íslenzkra höfunda — renni í ríkissjóð, meðan rithöfundar vita ekki, hvernig þeir eiga að geta gefið sig að ritun bóka, sem nauðsynlegar eru vegna almenn- ingsþarfa: meðan rithöfundar eiga inni ógoldin laun fyrir vinnu í almenningsþágu, að verðmæti 20 milljónir hið minnsta miðað við ár. Jafnhliða sjóðstofnuninni verður að gera aðrar ráðstafanir til að bæta aðstöðu höfunda til að afla sér lífsbjargar af ritstörfum. Rithöfundaþingið bendir m. a. á eftirtaldar leiðir: 1. Ríkið kaupi 500 eintök handa almenningsbókasöfnum af hverju skáldriti eftir höfunda í Rithöfundasambandi ís- lands og tímaritum um bókmenntir. Slík skipan er þegar komin á í Noregi fyrir nokkrum árum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.