Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 76

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 76
146 EIMREIÐIN óþrjótandi auð, sem bókmenntirnar gætu veitt slíkri stofnun. Einn- ig er á það að líta, að sjónvarp dregur (einkum fyrst í stað) úr bóklestri. Þess vegna ber því sérstök skylda einmitt nú til að koma vönduðum bókmenntum á framfæri við áhorfendur í því formi, sem sjónvarpi hæfir. En að því er tekur til kynningar sjónvarpsins á ís- lenzkum bókmenntum, má í skemmstu máli segja, að auganu mætti auðnin ber. Hér verður að koma til algjör stefnubreyting í grundvallaratriðum: ráðamenn Ríkisútvarpsins verða að líta á stofnunina sem tæki til miðlunar islenzks menningarefnis öðru fremur. Án slíks viðhorfs geta útvarp og sjónvarp ekki rækt hlutverk sitt í samfélaginu: að örva skapandi menningarstarf í landinu og veita landsmönnum greiðan aðgang að því, sem vel er gert í þeim efnum. Það eru engar ýkjur, að útvarpið hafi frá upphafi lifað í menn- ingarlegu tilliti á verkum íslenzkra rithöfunda: frumortum og þýddum ljóðum, sögum, leikritum, söngvum og margvíslegri orð- list annarri. Lengi nutu höfundar því nær engrar þóknunar fyrir, og fram á þennan dag hefur þeim verið svo illa launað, að góðir höf- undar geta ekki unnið í þágu Ríkisútvarpsins, hversu fegnir sem þeir vildu. Einna helzt sjá þeir sér fært að lesa í útvarp sögur, sem eru orðnar nokkurra ára eða áratuga gamlar. Það er ekki tilviljun, hve frumsamin íslenzk útvarpsleikrit eru fáséðir gripir, að ekki sé minnzt á sjónvarpsleikrit. Rithöfundasambandið telur, að eftirfarandi þurfi að gera um- svifalaust til úrbóta: a) Stofna bókmenntadeild útvarps og sjónvarps undir stjórn fastráðins bókmenntafulltrúa með hliðstætt verksvið og tón- listarstjóri eða leiklistarstjóri hafa. Bókmenntafulltrúi sé annað hvort rithöfundur eða bókmenntafræðingur. b) Menntamálaráðherra gefi fyrirmæli um, að tilteknum hundr- aðshluta afnotagjalda eða heildartekna Ríkisútvarpsins skuli varið til kaupa á ritverkum eða greiðslu fyrir afnot af þeim, t. d. 5%. Útvarpið greiðir samkvæmt fyrirmælum nokkrar milljónir króna árlega til Sinfóníuhljómsveitar íslands (margfalt hærri fjárhæð en goldin er öllum höfundum Rithöfundasambandsins samanlagt). Öllum er ljóst. að án sinfóníuhljómsveitar getur íslenzk menning ekki þrifizt, og hvort hún fær rekstrarfé úr þessum sjóði eða hin-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.