Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 83

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 83
GRETTIR ÁSMUNDSSON 158 þetta unnið og má með eindæm- um telja, en hvað var meira tíð- inda um þetta mál. Grettir: Kaupmönnum þótti nú stórum betra, er þeir höfðu eld- inn. En næsta morgun, er við vildum finna þá, er fyrir eldun- um réðu, fundum við bara ösku- hrúgu eina. Töldu skipverjar mig hafa unnið það níðingsverk að brenna þá inni, er þarna voru fyrir. En það var hin mesta lygi. Konungur: Ekki er ofsagt um gæfu- leysi þitt Grettir, en hvað fyrir manna er ætlað að þar hafi inni brunnið? Þorfinnur: Það er talið, að verið hafi bræður tveir Þorgeir og Skeggi, synir Þóris í Garði í Aðal- dal og muni hafa ætlað á yðvarn fund. Konungur: 111 tíðindi segið þið. Er Þórir bóndi vinur vor og er mik- ill skaði að slíkum mönnum sem sonum hans, og þung sök að þeim kveðinn, er hér á hlut að. En verið getur, að þetta hafi ver- ið óviljaverk. Grettir: Allir lifðu þeir, er eg komst út með eldinn. Vil eg nú bjóða mig til slíkrar undanfærslu er yður þykja lög til standa. Þorfinnur: Líta mætti og á það konungur, að Grettir vann þarfa- verk mikið, er hann drap útlaga yðar, Snækoll víking, er hann vildi gjöra Einari bónda hirð- manni þínum svívirðu. Konungur: Víst var það þarfaverk og gjarnan viljum við unna þér Grettir að bera járn fyrir þetta mál, ef þér verður þess auðið. Grettir: Það líkar mér allvel og skyldi slíku skjótlega að unnið, því illt er að fasta lengi til járns- ins. Konungur: (Stendur upp). Öll um- sjá þess skal falin Sigurði bisk- upi. Skulum vér nú ganga á hans fund. Tjaldið. Annað atriði. (Sama svið). (Konungur og Þorfinnur eru á svið- inu). Konungur: Hefur nú Grettir fast- að og gjört þær skriftir, er hlýða þykir svo hann sé þess umkom- inn að bera járnið? Þorfinnur: All erfiðlega hafa hon- um gengið skriftirnar, og ekki veit eg hversu trútt er um föst- una, en svo búið verður þó að standa. Konungur: Víst verður hér auðna að ráða, og vil eg að Grettir verði leiddur fram. (Tveir kór- djáknar koma með Gretti í hvítri skikkju). Grettir: Ekki veit eg hversu tiltekst með járnburðinn, er mér annað betur hent en föstur og bæna- hald, en þó er eg nú albúinn til skýrslunnar. Konungur: Unna viljum vér þér Grettir hins bezta til lausnar þínu vandræði. (Við Þorfinn). Og göngum til kirkju og hefjum messusöng meðan járnburðurinn fer fram, en hvaða förustrákur er hér óboðinn kominn á vorn fund. Ókunnur strákur: (Snarast inn).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.