Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 84

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 84
154 EIMREIÐIN Undarlegur háttur er hér á hafð- ur, ef illvirkjar og þjófar skulu ná undan færslu og fara í friði. Hér er einn ódæðismaður, sem brennt hefur inni saklausa menn og ætti því þess fremur að gæta að forða lífi sínu en ganga hér um í helgiskrúða. (Bendir á Gretti og skælir sig). Er þetta hinn mesti margýgar eða merar- sonur. (Grettir slær til piltsins, sem fellur við). Grettir: Ekki læt eg slíka kögur- sveina, sem þessi er, gera mér svívirðu meðan eg stend uppi. Verður um járnburðinn að fara sem verða vill. Konungur: Mikill ógæfumaður ertu Grettir að skýrslan skyldi nú fyrirfarast svo mjög sem allt t'ar undirbúið og verður vart hægt að gera við giftuleysi þínu. Grettir: Það vil eg þó, að þér færð- uð mig undan brennumálinu með því að taka mig í yðar þjón- ustu, því ekki brenndi eg þá fé- laga inni viljandi. Konungur: Það er alllíklegt, en sakir vanstillingar muntu vart fá því af þér hrundið og meiri ertu ofstopamaður en svo, að þú meg- ir með oss vera. Grettir: Það hafa menn þó ætlað, að eg mundi sækja meiri sæmd á yðvarn fund vegna ættar minn- ar og frændsemi við yður, en nú horfist á, og ekki eru þeir marg- ir í yðar fylgd, er öruggari munu reynast til vígs eða annarra stór- ræða en eg. Konungur: Gerla veit eg um skyld- leikann, og hitt er víst að fáir menn eru nú slíkir sem þú fyrir afls sakir og hreysti. En það mun þó fyrir eitt koma. Skaltu nú fara í friði héðan hvert sem þú vilt vetrarlangt. En far að sumri út til íslands, því þar mun þér ætlað bein þín að bera. Grettir: Eigi skal lengi lítils biðja, en það ætla eg að koma muni sá dagur, að sumir þeirra vina yðar, er þér nú takið umfram mína fylgd, veiti yður eigi meira braut- argengi en þér hafið nú mér veitt. Konungur: (Reiður). Eigi nenni eg að taka aftur það, er eg mælti áður um friðhelgi þína. Er og sýnt að ef nokkrum manni er fyrirmunað um farsældina, á er þér hóti helzt. Munum vér nú ganga til kirkju og hlýða messu- söng. (Þeir fara). Þorfinnur: Förum héðan hið skjót- asta, því konungur er þér reiður orðinn. Skaltu hjá mér dvelja Grettir þar til skip sigla til ís- lands að sumri. Grettir: Þyggja vil eg boð þitt Þor- finnur, er hér einskis lengur að bíða, hefir hér sannast hið forn- kveðna, að frændur eru jafnan frændum verstir. Tjaldið. VII. ÞÁTTUR (Skógarrjóður undir Fagraskógar- fjalli. Þórður Kolbeinsson. Gisli Þorsteinsson og tveir fylgdartnenn hans talast við). Þórður: Þú munt vera Gísli sá, er út kom í sumar og mestar sögur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.