Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 11

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 11
TAKMÖRK 75 dögum, skemmti mér til mánu- dags, er blánkur til næsta föstu- dags.“ „Finnst þér ekki hart að þurfa að puða í sparnaði fimrn daga fyrir tveggja daga ánægju?“ „Já sko þarna ert þú og þínir líkar lifandi komnir. Þarna sýnið þið ykkar rétta andlit. Þarna skín í smettið á ykkur. Ekki er ykkur nóg að geta átt tvo daga aflögu til lrístundaiðkana heklur nenniði 'ekki að vinna fyrir ykkar frístund- um.“ „Hverjar eru svo þínar frístunda- iðkanir?“ „Þeirn ver ég í félagsskap við Bakkus kóng vin minn. Bezta vin minn, eina vin minn. Við skemmt- um okkur saman og njótum lysti- semda lífsins, stundum hið ljúfa líf ... Ég hef reynt félagsskap ann- arra, en kann alltaf bezt við mig með Bakkusi, því að hann kemur þegar kallað 'er á hann.“ „En finnst þér ekki leitt að geta ekki verið ánægður og glaður alla ævi?“ „Já þetta var þér líkt. Skilurðu ekki asni að lífið er ekki eitt herj- ans partí. Maður er enginn róni. Lífið er bara 'eins og það er, — ekki öðruvísi. Þú ert aumingi og líka fífl.“ Hingað til hefur Númer tvö ver- ið þögull meðan orðaskiptin stóðu yfir. Númer eitt sýpur á vasapela sínum (slafrar mestu oná sig), beinir ásjónu sinni og orðurn að honum: „Heyrðu vesalingur, ertu ekki sammála um, að þeir sem ekki eru menn til að takast á við lífið beita það fángbrögðum og fara með sigur af hólmi, að þeir séu beztir dauðir, beztir undir leg- steini ha?“ Númer tvö hrekkur við, þrífur puntstrá og vefur um fingur sér: „Tjah það er ekki gott að segja. Maðurinn er nú einu sinni mann- legur.“ Númer eitt: „Nújá svo að hér höfum við klárann kall; brandara- kall. Þú ert þó ekki pólitíkus í fríi himpingimpi?" „Nei ég er barnakennari að at- vinnu. „Já allt errða nú eins. Einn aum- inginn enn; vinnur að'eins liálft ár- ið, sitjandi á rassinum og lætur krakka þylja bækur utanað. Hinn helminginn liggurðu uppí rúmi með glyrnurnar oní skruddu eða pöddufullur á búlum.“ „Ég er í lögreglunni á sumrin.“ „Ja, — ef það var ekki. Annað- hvort varstu pólitíkus eða lögga. Þetta sá ég á stundinni. „Ég er barnakennari á veturna." „Ertu barnakennari á veturna ha? Haha ... ja hérna! Hvílíkur maður! Afsakaðu þennan misskiln- ing, yðar tign.“ Núm'er tvö lítur í gaupnir sér. Númer þrjú: „Svo ég mæli nú í anda hins þunglynda vinar vors hér; hvernig er þitt líf? Þér hlýtur að vera kunnugt um það.“

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.