Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 49

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 49
HAUST 113 Pilluát gat víst komizt upp í vana, nóg að hafa prinsinn. Raunar hafði doktorinn skrifað upp á valiurn- glasið hans, að svo miklu leyti, sem hægt var að kalla slíkt hrafnaspark skrift og sagt: Þú tekur eina og eina í senn, á þriggja stunda fresti, 'ef þér liður mjög illa. Það var nú það. Kalda vatnið og blessuð dags- birtan, hafði þó dugað honum enn sem komið var. Náttúrlega var far- ið að hausta í lífinu, og sólargang- urinn orðinn nokkuð lágur, en sólarfall, óekki. Nú er drepið laust á dyr og hurð- inni svipt upp um leið. Stúlka, sem kölluð er Magga birtist í gætt- inni: Baldi minn, á ég að færa þér, eða kemurðu niður? Ég kem bráð- um. I matstofunni er morgunhress- ing á borðum. Flestir vistmenn Heimilisins hafa lokið sér af, þeg- ar Baldi tifar inn, furðu brattur í spori, þrátt fyrir hremmingar lið- inna nátta. Hann fær sér einn bolla af sætu, svörtu kaffi, kveikir síðan í prinsinum, það er allt og sumt. Gengt honum við borðið gengur gamall maður um gólf, harnpar op- inni bók í annarri hendi og hlær hrossahlátri. Höfuð hans er í stærra lagi, í samanburði við annan vöxt, hnöttótt og hárlaust að mestu. Andlitið feitt, hjálmfagurt og fremur viðfeldið. Augun lítil kringlótt, gráblá á lit og orðin sljó, en þegar hann hlær, er eins og bregði fyrir í þeim lilýlegu sindri frá gamalli glóð. Snjóhvítt, sítt og vel hirt hökuskeggið bylgjast til við hláturinn, í takt við ístruna. Djöfulsins grín maður, segir hann, á milli hláturshviðanna: Sá fær al- deilis skarjrefinn af menningar- ljósunum, þegar þau fara að móra- lísera yfir lionum. Baldi tottar pípustertinn og horfir með sýnilegri vanþóknun á þennan hláturgosa, en þó 'ekki án nokkurrar forvitni í svipnum. Haldþunnar kinnar hans goppa út og inn við tottið, jafnframt því, sem húðin strengizt á liáu og þunnu kónganefinu. Ekki fær liann orða bundizt, en segir lágt og þurrlega: Hvað hlægir þig svo mjög? Hlægir, segir sá gráskeggjaði. Þetta er svo snjallt hjá strákfjand- anum. Hrein og klár uppreisn, guðlast, klám, Sódóma, hvorki meira né minna. Baldi: Hvað 'ertu eiginlega að tala um, Sakarías? Sakarías: Þú varst eitt sinn litte- rær maður, Garibaldi, en drukkn- aðir of snemma í Snorra sáluga folgsnarjarli og Þórarni lieitnum loftungu, og líklega ekki lengur interessaður í moderne litteratúr. En þetta 'er sem sé nýi rómaninn hans Joðté, „Silfursokki — Skemmt- unarsaga um stóð —'Bókin er á hvers manns vörum vegna þeirra hneykslana, sem hún veldur hjá publikum. Þú hefðir svei mér gott 8

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.