Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 11
AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR,
INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR OG
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
Þróun HLJÓM-2 og tengsl þess við
lestrarfærni og ýmsa félagslega þætti
ígreininni er sagtfrá þróun og þeim rannsóknum sem liggja að bnki HLJÓM-2, prófi í leikja-
formi sem er notað til að meta hljóðkerfisvitund elstu barna á leikskólum. Sagt er frá lang-
tímarannsókn þar sem hópi barna varfylgtfrá leikskóla í 2. bekk grunnskóla og sngtfrá nið-
urstöðum sem sýndufylgni á milli árangurs á HLJÓM-2 og lestrar í 1. og 2. bekk grunn-
skóla.
Einnig er fjallað um tengsl árangurs á HLJÓM-2 og í lestri við ýinsa félagslega þætti. Já-
kvæð tengsl fundust m.a. milli þess hversu mikið lesið var fyrir börnin og árangurs á
HLJÓM-2 og einnig milli menntunar foreldra og árangurs barna þeirra. Börnum sem áttu
ættingja með mál-, tal- eða lestarerfiðleika gekk verr en börnum sem áttu ekki ættingja með
slíka erfiðleika.
í þessari grein verður sagt frá hönnun á HLJÓM-2, prófi í leikjaformi sem kannar
hljóðkerfisvitund (phonological awareness) elstu barnanna í leikskólanum. Auk þess
verður sagt frá rannsókn á forspárgildi prófsins fyrir síðara lestrarnám og hvernig ár-
angur á því tengist ýmsum félagslegum þáttum sem spurt var um í spurningalista
sem foreldrar svöruðu.
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvaða þættir málþroskans
segja best fyrir um árangur lestrarnáms (sjá t.d. Scarborough og Dobrich, 1990; Stark
o.fl., 1984; Elbro, 1990; Catts, 1996). Síðastliðna áratugi hefur þó athygli manna eink-
um beinst að sambandi hljóðkerfisvitundar og lestrar.
HLJÓM-2 er tæki fyrir leikskólakennara til þess að meta hljóðkerfisvitund leik-
skólabarna. Sérstök áhersla er lögð á að finna þau börn sem eru með slaka hljóðkerf-
isvitund. Þannig gefst tækifæri til að þjálfa þá nemendur sem eru þar í áhættuhópi
varðandi lestrarerfiðleika áður en eiginlegt lestrarnám hefst. Góður málþroski, þar á
meðal góð hljóðkerfisvitund, er talin auka líkur á farsælu lestrarnámi (Sodoro,
Allinder og Rankin-Erickson, 2002) og því er ekki síður mikilvægt að vanda undir-
9