Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 41

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 41
KRISTJAN KRISTJANSSON menntunin er knýtt við síðari tauminn og leggur því áherslu á að þegnvísi sé „virk", „efnisrík" hugsjón - maður eigi að taka þátt í lýðræðinu en ekki einungis njóta þess (sjá McLaughlin 2000:549 og áfram; Enslin og White 2003:112-114). Þetta haggar hins vegar ekki þeirri staðreynd að lýðræðisdygðii'nar sem þegn- skapaimenntunin hyllir einkum, svo sem réttlæti og umburðarlyndi (Enslin og White 2003:123), eru túlkaðar þar sem félagslegar dygðir; réttlæting þeirra er sögð velta á rétti einstaklingsins til þess að vera ekki beittur ranglæti eða skoðanakúg- un fremur en hinu að ranglætið og skoðanakúgunin grafi undan þroskakostum hans, sem væri á hinn bóginn skoðun leikslokasinna (t.d. Nussbaum 1988). Beina- bera lífsleiknin snýst öll um mannlegan þroska; höfuðástæða þess að rangt er að beita barn ranglæti er sú að slíkt er vont fyrir það - hamlar þroska þess - þó að vissulega sé einnig satt að um leið sé brotinn á því réttur. (2) Ágreiningur um fjölhyggju. Málsvarar beinaberu lífsleikninnar eru að einu leyti minni, en að öðru leyti meiri, fjölhyggjusinnar en boðberar þegnskaparmenntunar. Þeir eru minni fjölhyggjusinnar að því skapi sem þeim er síður annt um að ríkis- vald og skólar séu hlutlaus um inntak hins góða lífs; þeir telja að frjálslyndisstefn- an gangi of langt með því, til dæmis, að meina kennurunum að gera siðferðilega upp á milli margs kyns ólíkra lífshátta í samræðum við nemendur. Umburðar- lyndi hefur þannig sjaldan mikið vægi á listum beinaberra lífsleiknisinna um hin „siðferðilegu grunngildi". Þeir ganga hins vegar lengra í fjölhyggjuátt en þegn- skaparmenntunin með því að neita því að þátttaka í lýðræðissamfélagi sé nauð- synlegt skilyrði farsæls lífs. Ekkert mælir gegn því, samkvæmt beinaberu lífs- leikninni, að fólk geti komist til nokkurs þroska þótt það búi við annað stjórnar- far en hið lýðræðislega, það er svo fremi að viðkomandi stjórnarfar gefi því kost á að rækta siðvit sitt og tilfinningagreind. (3) Ágreiningur um samband siðferðis og stjórnmála. Löng hefð er fyrir því í heimspeki, sem rekja má aftur til Grikkjanna fornu, að telja stjórnspeki reista á siðfræði, jafnt röklega sem sálfræðilega. í ritsafni Aristótelesar kemur Stjórnspekin þannig næst á eftir Siðfræði Níkomakkosar, því það er að dómi hans ekki fyrr en skilningur far- sældarhugtaksins liggur ljós fyrir og sál nemandans hefur verið búin undir göf- uga gleði sem unnt er að bollaleggja af eiirhverju viti um löggjöf og ríkisvald (Aristóteles 1995:1179b-1181b). Hugmyndir beinaberu lífsleikninnar, ekki síst þeirrar tegundar hennar sem kennd er við félagsþroska- og tilfinninganám, bera mikinn keim af þessari hugsun. Orðalag andmælanna að framan, um að hætta sé á að þegnskaparmenntunin hleypi sleðanum fram fyrir eykinn, vísar nákvæmlega til þess að réttri röð siðferðis og stjórnmála kunni að vei'ða snúið við. Svo að dæmi sé tekið af dygð sem lofuð er jafnt í þegnskaparmenntun sem beinaberri lífsleikni, það er að segja réttlætinu, þá er skilningur þess talsvert ólík- ur í þessum stefnum. Að dómi þegnskaparsinna er réttlætið umfram allt pólitísk dygð, byggð á stofnanabundnum reglum og réttindum. í huga beinaberra lífs- leiknisinna er réttlætið hins vegar að grunni til persónuleg dygð, byggð á tilfinn- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.