Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 58
BETUR M Á E F DUGA SKAL
Niðurstaðan er því sú að námskráin muni viðhalda því kynbundna námsvali sem
til staðar er og vegna aukinnar sérhæfingar á brautum verði erfiðara en ella að breyta
um stefnu síðar. Ekki er hægt að segja að ákveðnar greinar styrkist á kostnað
annarra. Átök á milli faggreina virðast leyst með aukinni sérhæfingu, sem kemur
nemendum illa ef þeir vilja breyta um náms- eða starfssvið að loknum framhalds-
skóla eða fara í háskólanám á sérhæfðum sviðum eins og dæmið um félagsvísindin
og stærðfræðina sýnir. Frá sjónarmiði jafnréttis og fyrir háskólanám í félagsvísindum
væri mun æskilegra að kjarnagreinar eins og stærðfræði og enska væru sterkar á
öllum bóknámsbrautum, ekki síst á félagsfræðabraut.
I þriðja lagi var spurt hvers konar hugmyndir um kynjajafnrétti endurspeglist í
námskránum og í sérritum menntamálaráðuneytisins. Misræmið á milli sérrits ráðu-
neytisins Jafnréttis til menntunar (1999) og námskránna vekur mikla athygli og spyrja
má hvers vegna það er. Að mati höfundar endurspeglar sérritið þekkingu á rann-
sóknum og helstu hugmyndastraumum um jafnréttimál: Áhersla ájafnan rétt og bann
við mismunun birtist í að bæði kynin eigi jafnan rétt til menntunar og í skólum skuli
kynjum ekki mismunað; sértækar aðgerðir koma fram í áherslum á að mismunandi
meðhöndlun sé stundum réttlætanleg til að tryggja sem besta útkomu, til dæmis til
að tryggja jafnan aðgang kynjanna að tölvum, kenna í kynskiptum hópum við
ákveðnar kringumstæður eða hvetja það kynið sem sjaldnar tekur þátt fyrir hönd
skólans, t.d. í spurningakeppni, sérstaklega til þátttöku. I þriðja lagi er mælt með að
sampætta kynjasjónarmið inn í allar námsgreinar. Kynjuð viðhorf og væntingar birt-
ast á mismunandi hátt í vísindum, tungumálum, íþróttum eða verkgreinum; í
kennslu mismunandi greina eigi að hafa í huga það markmið að undirbúa pilta og
stúlkur jafnt undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og sem samfélagsþegna.
Námskrárnar sjálfar endurspegla aftur á móti hvorki jafnréttislögin, rannsóknir og
umræðu um kyngervi og skólastarf né áðurnefnt sérrit sem gefið er út af sama ráðu-
neyti á sama tíma. Sama er að segja um jafnréttishugmyndirnar. Tungutak
námskránna er yfirleitt ókynjað (nemendur) fremur en kynjað (piltar, stúlkur) þannig
að erfitt getur verið að greina hverjar áðurnefndra hugmynda eiga við. Eins og bent
hefur verið á tíðkast það víðar en á íslandi að námskrár einkennist af kynhlutleysi.
Þó að slík nálgun geti talist jafnréttisleg, út frá hugmyndinni um jafnan rétt og bann
við mismunun, þá er það líkan talið ófullnægjandi jafnréttistæki. Það viðhaldi í raun
mismunandi hlutverkum og valdamun kynjanna þar sem kynblinda gefur ekki
möguleika á að takast á við úreltar eðlishyggjuhugmyndir um kyngervi (Lahelma
1993, Gordon, Holland og Lahelma 2000a og b). Þó að ákveðin merki séu um að sam-
þættingarhugmyndin sé að skila sér inn í einstakar námsgreinar er kynhlutleysi víð-
ast hvar ráðandi og algjörlega horft fram hjá þeirri staðreynd að kynin eru fleiri en
eitt. Þrátt fyrir skýr ákvæði í jafnréttislögum er hverfandi áhersla lögð á undirbúning
ungs fólks af báðum kynjum fyrir fjölskyldulíf, t.d. að báðir foreldrar njóti fæðingar-
orlofs, á mikilvægi sóknar beggja kynja á vinnumarkaði og á virka þátttöku beggja
kynja, t.d. í stjórnmálum.
Misræmið á milli sérritsins jafnrétti til menntunar og Aðalnámskrúr framhaldsskóla
endurspeglar að mati höfundar jaðarstöðu jafnréttismála hjá yfirvöldum. Þau skipa
56