Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 58
BETUR M Á E F DUGA SKAL Niðurstaðan er því sú að námskráin muni viðhalda því kynbundna námsvali sem til staðar er og vegna aukinnar sérhæfingar á brautum verði erfiðara en ella að breyta um stefnu síðar. Ekki er hægt að segja að ákveðnar greinar styrkist á kostnað annarra. Átök á milli faggreina virðast leyst með aukinni sérhæfingu, sem kemur nemendum illa ef þeir vilja breyta um náms- eða starfssvið að loknum framhalds- skóla eða fara í háskólanám á sérhæfðum sviðum eins og dæmið um félagsvísindin og stærðfræðina sýnir. Frá sjónarmiði jafnréttis og fyrir háskólanám í félagsvísindum væri mun æskilegra að kjarnagreinar eins og stærðfræði og enska væru sterkar á öllum bóknámsbrautum, ekki síst á félagsfræðabraut. I þriðja lagi var spurt hvers konar hugmyndir um kynjajafnrétti endurspeglist í námskránum og í sérritum menntamálaráðuneytisins. Misræmið á milli sérrits ráðu- neytisins Jafnréttis til menntunar (1999) og námskránna vekur mikla athygli og spyrja má hvers vegna það er. Að mati höfundar endurspeglar sérritið þekkingu á rann- sóknum og helstu hugmyndastraumum um jafnréttimál: Áhersla ájafnan rétt og bann við mismunun birtist í að bæði kynin eigi jafnan rétt til menntunar og í skólum skuli kynjum ekki mismunað; sértækar aðgerðir koma fram í áherslum á að mismunandi meðhöndlun sé stundum réttlætanleg til að tryggja sem besta útkomu, til dæmis til að tryggja jafnan aðgang kynjanna að tölvum, kenna í kynskiptum hópum við ákveðnar kringumstæður eða hvetja það kynið sem sjaldnar tekur þátt fyrir hönd skólans, t.d. í spurningakeppni, sérstaklega til þátttöku. I þriðja lagi er mælt með að sampætta kynjasjónarmið inn í allar námsgreinar. Kynjuð viðhorf og væntingar birt- ast á mismunandi hátt í vísindum, tungumálum, íþróttum eða verkgreinum; í kennslu mismunandi greina eigi að hafa í huga það markmið að undirbúa pilta og stúlkur jafnt undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og sem samfélagsþegna. Námskrárnar sjálfar endurspegla aftur á móti hvorki jafnréttislögin, rannsóknir og umræðu um kyngervi og skólastarf né áðurnefnt sérrit sem gefið er út af sama ráðu- neyti á sama tíma. Sama er að segja um jafnréttishugmyndirnar. Tungutak námskránna er yfirleitt ókynjað (nemendur) fremur en kynjað (piltar, stúlkur) þannig að erfitt getur verið að greina hverjar áðurnefndra hugmynda eiga við. Eins og bent hefur verið á tíðkast það víðar en á íslandi að námskrár einkennist af kynhlutleysi. Þó að slík nálgun geti talist jafnréttisleg, út frá hugmyndinni um jafnan rétt og bann við mismunun, þá er það líkan talið ófullnægjandi jafnréttistæki. Það viðhaldi í raun mismunandi hlutverkum og valdamun kynjanna þar sem kynblinda gefur ekki möguleika á að takast á við úreltar eðlishyggjuhugmyndir um kyngervi (Lahelma 1993, Gordon, Holland og Lahelma 2000a og b). Þó að ákveðin merki séu um að sam- þættingarhugmyndin sé að skila sér inn í einstakar námsgreinar er kynhlutleysi víð- ast hvar ráðandi og algjörlega horft fram hjá þeirri staðreynd að kynin eru fleiri en eitt. Þrátt fyrir skýr ákvæði í jafnréttislögum er hverfandi áhersla lögð á undirbúning ungs fólks af báðum kynjum fyrir fjölskyldulíf, t.d. að báðir foreldrar njóti fæðingar- orlofs, á mikilvægi sóknar beggja kynja á vinnumarkaði og á virka þátttöku beggja kynja, t.d. í stjórnmálum. Misræmið á milli sérritsins jafnrétti til menntunar og Aðalnámskrúr framhaldsskóla endurspeglar að mati höfundar jaðarstöðu jafnréttismála hjá yfirvöldum. Þau skipa 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.