Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 19
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD.
Tafla 3
Þæftir HUOM-2 sem spá best fyrir um færni í lestri í 2. bekk
R Skýringarhlutfall R!
1 0,42 0,17
Z 0,48 0,23
3 0,50 0,24
1 Spábreytur samsett orð
2 Spábreytur snmsett orð, rím
3 Spábreytur rím, samsett orð, orðhlutaeyðing
Þegar nemendum er skipt í fjóra hópa eftir árangri á HLJÓM-2 og síðan athugaður
árangur þeirra í lestri í 1. og 2. bekk kemur í ljós að börnum sem voru slök á HLJÓM-
2 gengur að meðaltali verr í lestri en þeim börnum sem gekk betur á HLJÓM-2. Þau
börn sem eru í lægstu 25% í HLJÓM-2 í leikskóla eru marktækt lægri á Les I en nem-
endur sem standa sig betur á HLJÓM-2. Sama mynstur kemur í ljós ef árangur þeirra
í lestri í 2. bekk er skoðaður. Mynd 1 sýnir 95% öryggismörk kringum meðaltal á Les
1. Kassarnir í miðju lóðréttu strikanna eru meðaltöl en angarnir ( | ) sýna öryggis-
mörk í kringum meðaltalið. Ef lóðréttu strikin skarast ekki þá er munurinn marktæk-
ur. T.d. er marktækur munur á hópi 1 og 4 á mynd 1 en ekki milli hópa 3 og 4 (þar
sem strikin skarast). A mynd 1 sést að 25% slökustu barnanna á HLJÓM-2 eru þau
sem eiga erfiðast með að læra að lesa. Meðalárangur þeirra á Les I er 53,6 stig og ör-
yggisbil er frá 47,5 upp í 59,6. Einnig sést að börnin sem ná bestum árangri á HLJÓM-
2, þ.e. 25% bestu og 25% næstbestu, eru einmitt þau börn sem standa sig best í lestri
við lok 1. bekkjar. Svipað mynstur kemur í ljós við lok 2. bekkjar (sjá mynd 2). Góð-
ur árangur á HLJÓM-2 tengist góðum árangri í lestri.
Mynd 1
Tengsl árangurs á HUOM-2 við árangur á Les I
11
neöstu 25% næstu 25%
næstu 25% efstu 25%
Árangur é HLJÓM-2
17