Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 40
ÞEGNSKAPARMENNTUN ingarnir sem dregið hafa vagn beinaberu lífsleikninnar (jafnt „skapgerðarmótun- ar" sem „félagsþroska- og tilfinninganáms") hafa fremur verið alþýðufræðarar, svo sem Goleman, eða baráttujaxlar, svo sem Bennett, Lickona og Kilpatrick, en smásmugulegir fræðimenn. Höfuðrit beinaberrar lífsleikni (t.d. Lickona 1991; Kilpatrick 1992, Goleman 1995) eru metsölubækur, skrifaðar fyrir foreldra og kennara: bækur sem á köflum endurspegla hin frægu vísdómsorð Emersons að stundum sé betra að öskra en að fræða. Þess er og að minnast að þótt beinabera lífsleiknin hafi vaxið úr grasi samhliða dygðafræðum í kennilegri siðfræði - og snúist eins og þau um þroska persónulegra dygða - þá virðist sáralítil víxl- frjóvgun hafa orðið þar á milli. Lickona og félagar fengu ekki hugmyndina að beinaberri lífsleikni með því að lesa verk dygðafræðinga á borð við Anscombe, Foot eða Maclntyre og þótt þeir vitni annað slagið, fyrir kurteisissakir, í forföður dygðafræðanna, Aristóteles (einkum um gildi réttrar tamningar á æskuskeiði og siðlega þýðingu tilfinningalífsins), þá skortir verk þeirra einatt heimspekilega jarðbindingu. A hinn bóginn hefur þegnskaparmenntunin dafnað í virku sambýli við frjóa umræðuhefð síðustu ára í stjórnmálaheimspeki um þegnskaparhugtakið. Þetta kann að vera meginástæðan fyrir því að beinabera lífsleiknin hefur einfald- lega ekki átt nein þau spjót í smiðju sinni sem leggja mætti með til þegnskapar- menntunar - og skýrir það best þögnina. Eg leyfi mér nú, fyrir hönd talsmanna beinaberrar lífsleikni, að reyna að henda rök- legar reiður á andmælunum sem þeir gætu borið fram gegn þegnskaparmenntun. Hyggjum í því skyni að þrenns konar ágreiningi sem mér virðast andmælin hvíla á: (1) Ágreiningur um samband „hins góða" og „hins rétta". Þótt beinaberu lífsleiknina skorti, sem fyrr segir, beina heimspekilega jarðtengingu, þá er hún augljóslega af meiði svokallaðra leikslokakenningn í siðfræði sem álíta „hið góða" ákvarða „hið rétta". Það er, mælikvarðinn á rétta breytni er eingöngu sá að hún stuðli að góð- um afleiðingum; í þessu tilfelli því að fólk nái að fullgera þroskakosti sína á sviði siðvits og tilfinningagreindar, óháð tíma og stað. Þegnskaparmenntunin vex hins vegar upp úr jarðvegi svokallaðra lögmálskenninga í siðfræði sem álíta að „hið rétta" standi röklega framar „hinu góða", þannig til dæmis að gott líf sé hvert það líf sem einstaklingar kjósi sér eftir að hafa fullnægt kröfum um hlýðni við lög og rétt. „Þegninn" í þegnskaparmenntun er umfram allt einstaklingur með réttindi sem hann stendur vörð um, á sama tíma og hann virðir samsvarandi réttindi ann- arra: formleg (svo sem eignarrétt) eða óformleg (svo sem almenn mannréttindi). Lesendur sem vel eru að sér í hugmyndasögu kynnu að skilja orð mín svo að þegnskaparmenntunin sé þá einhvers konar hagnýt kantísk formhyggja. En því er ekki að heilsa. Minnumst þess að innan hinnar lýðræðislegu frjálslyndishefðar sem þegnskaparmenntunin tilheyrir hafa löngum verið dregnir tveir megintaum- ar. Annar, sem leikur á þynnri þræði, liggur aftur til Lockes og Kants; hinn þykkri tengist hugmynd Rousseaus um jákvætt frelsi, fremur en einungis neikvætt, og Mills um dygðir í frjálslyndu samfélagi, fremur en einungis reglur. Þegnskapar- 38 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.