Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 13
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD. ist í mörgum rannsóknum (sjá t.d. Castle, Riach og Nicholson, 1994; Warrick, Rubin og Rowe-Walsh, 1993). Einnig hefur verið sýnt í fjölmörgum rannsóknum fram á náið samband milli hljóðkerfisvitundar og lestrar. A því sviði má nefna rannsóknir Lundbergs, Frosts og Petersens (1998) og Elbros (1990) á Norðurlöndum, Bradleys og Bryants (1983) í Bret- landi og Torgesens, Morgan og Davis (1992) í Bandaríkjunum auk fjölda margra annarra sem hafa sýnt fram á jákvæð tengsl milli hljóðkerfisvitundar og árangurs í lestri. Samkvæmt þeim rannsóknum læra börn senr hafa góða hljóðkerfisvitund fyrr og geta betur tengt hljóð og bókstaf og þeim gengur einnig betur með hljóðunarferl- ið í lestrarnáminu (Torgesen o.fl., 1992). Langtímarannsóknir benda til að hljóðkerfis- vitund hafi ekki bara fylgni við síðari lestrargetu heldur sé sá munur sem finnst á hljóðkerfisvitund einstaklinga á leikskólaaldri stöðugur. Þannig virðast einstaklingar sem á leikskólaaldri hafa slaka hljóðkerfisvitund, miðað við jafnaldra, einnig vera með slaka hljóðkerfisvitund í samanburði við jafnaldra þegar þeir verða eldri. Því benda Wagner og félagar (1997) á að æskilegt sé að skima og finna þau börn sem eru með slaka hljóðkerfisvitund áður en eiginlegt lestrarnám hefst og hefja þá strax þjálf- un. Þá megi hugsanlega komast hjá áhrifum óæskilegra fylgifiska slaks gengis í lestr- arnámi eins og skólaleiða og lítils sjálfstrausts í námi. Margar rannsóknir sýna að börn sem eru með lestrarerfiðleika hafa yfirleitt slaka hljóðkerfisvitund (sjá t.d. Wagner og Torgesen, 1987; Warrick, Rubin og Rowe-Walsh, 1993). Magnusson og Nauclér (1993) rannsökuðu þessi tengsl hjá 116 sex ára börnum þar sem annar hópurinn var með eðlilegan málþroska en hinn með frávik. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sýndu að börn með eðlilegan málþroska voru betri í verkefnum í hljóðkerfisvitund en þau sem voru með slakan málþroska. Chaney (1992) komst að sömu niðurstöðu í rannsókn sem hann gerði. Börn sem eru slök í lestri eiga oft erfitt með að ríma og einnig að breyta orðum hljóðrænt eins og t.d. að bæta hljóði fyrir framan eða inn í orð og brey ta þannig merk- ingu þeirra. Bradley og Bryant (1978) báru hljóðkerfisvitund tíu ára barna með lestr- arerfiðleika saman við hljóðkerfisvitund sex og hálfs árs barna sem ekki áttu við slíka erfiðleika að stríða. Það kom í ljós að börnin sem áttu í vandræðum höfðu slakari hljóðkerfisvitund en börnin sem ekki voru með lestrarerfiðleika þótt þau börn væru þremur og hálfu ári yngri. íslenskar rannsóknir eru einnig til á tengslum hljóðkerfisvitundar og lestrar. I rannsókn Ásthildar Snorradóttur (1999), þar sem hún athugaði hljóðkerfisvitund hjá sex ára börnum með og án lestrarörðugleika, fannst marktæk fylgni allra þátta hljóð- kerfisvitundar við lestur. Þannig voru börn sem voru slök í lestri slakari í sundur- greiningu (að sundurgreina setningar í orð, orð í atkvæði og orð í hljóðunga) og hljóðflokkun (að flokka saman orð með sama upphafshljóði) en börn sem voru góð í lestri. Samkvæmt framansögðu koma fram bæði í erlendum og íslenskum rannsóknum sterkar vísbendingar um tengsl hljóðkerfisvitundar og árangurs í lestrarnámi. Þroskuð hljóðkerfisvitund virðist auka líkur á farsælu lestrarnámi. Það hljóta því að vakna spurningar um hvort hægt sé að þjálfa börn með slaka hljóðkerfisvitund og auka þar með líkur á að lestrarnámið gangi betur en annars gæti orðið. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.