Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 55
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR
Þetta er athyglisvert. Samþætta á kynjasjónarmiðið inn í kennsluna m.a. með því
að skoða konur sem frumkvöðla (gerendur). Því miður er hins vegar hvergi vikið að
þessu í áfangalýsingum, auk þess sem flestir áfangar eru eingöngu ætlaðir þeim sem
taka greinina sem sérstakt kjörsvið á náttúrufræðibraut.
Skólanámskrár
I almennum hluta aðalnámskrár, í kafla um skólanámskrár, er vitnað í 22. gr. laga um
framhaldskóla þar sem segir að hverjum skóla sé skylt að gefa út skólanámskrá. Þar
á að fjalla um ýmislegt, m.a. „sérstök viðfangsefni" svo sem áfengis- og vímuvarnir,
umhverfismennt og jafnréttisfræðslu (1999:36). Þar sem lögbundnum ákvæðum um
jafnréttisfræðslu er a.m.k. að hluta til vísað í skólanámskrár var ákveðið að kanna
þær í tengslum við þessa athugun.
Gerð var athugun á skólanámskrám allra framhaldsskóla landsins eins og þær
birtast á heimasíðum þeirra en þar var lítið sem ekkert að finna um jafnréttisfræðslu.
Skólanámskrár eru stöðugt í mótun og breytast oft. Óskað var eftir nýrri útgáfu af
skólanámskrá bréflega ef netútgáfur voru ekki ferskar. Nokkrar slíkar bárust á
pappírsformi og svör um að vinna við skólanámskrá væri á döfinni. Mjög fáar skóla-
námskrár sýna nánari útfærslu á leiðum til að ná fram jafnri stöðu kynja, hvort sem
er í lífsleikni, í samfélagsgreinum eða almennt. Nokkrar skólanámskrár nefna jafn-
réttissjónarmið út frá starfsfólkinu eða starfsmannastefnu, t.d. Iðnskólinn í Reykja-
vík, Kvennaskólinn og Borgarholtsskóli, enda skylda samkvæmt jafnréttislögum nr.
96/2000, 13. gr. að vinnustaðir með 25 manns eða fleiri setji sér jafnréttisstefnu.
Kvennaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli taka einnig á jafnréttisfræðslu fyrir
nemendur. í Skólanámskrá Kvennaskólans í Reykjavík 2002-2003 segir nánar um jafnrétt-
isfræðslu:
Fjallað er um jafnrétti í ýmsum áföngum svo sem félagsfræði, uppeld-
isfræði, sögu, lífsleikni, líffræði og sálfræði. Umræða um þessi mál
kemur einnig við sögu í ýmsum öðrum greinum svo sem bók-
menntaumræðum og í lesefni tungumála (bls. 33).
Sá framhaldsskóli sem virðist vera með hvað ítarlegasta stefnu í jafnréttismálum í
sinni skólanámskrá er Borgarholtsskóli. Lögð er áhersla á að við ráðningu starfsfólks
séu jafnréttissjónarmið höfð að leiðarljósi. Einnig er varað við óhóflegri vinnu nem-
enda með námi, þar sem það grafi undan möguleikum einstaklinga til að nýta sér
kennsluna á jafnréttisgrundvelli. Til að ná jafnréttismarkmiðum er lögð áhersla á fjöl-
breytt úrval námsbrauta og á það að lífsleikniáfangi sé kenndur öllum nýnemum.
Afanganum sé ætlað að dýpka skilning þeirra á samfélaginu, sögulegum forsendum
þess, atvinnuháttum, menningu, náttúru, fjölskylduábyrgð, fjármálum og rétti og
skyldum einstaklingsins.
Þessi athugun á skólanámskrám gefur ekki sterkar vísbendingar um að framhalds-
skólar hafi almennt sett sér jafnréttisstefnu, né að jafnréttisfræðsla eða fræðsla um
fjölskyldulíf skipi stóran sess. Helst er um það að ræða í samfélagsgreinum og lífs-
53