Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 55
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR Þetta er athyglisvert. Samþætta á kynjasjónarmiðið inn í kennsluna m.a. með því að skoða konur sem frumkvöðla (gerendur). Því miður er hins vegar hvergi vikið að þessu í áfangalýsingum, auk þess sem flestir áfangar eru eingöngu ætlaðir þeim sem taka greinina sem sérstakt kjörsvið á náttúrufræðibraut. Skólanámskrár I almennum hluta aðalnámskrár, í kafla um skólanámskrár, er vitnað í 22. gr. laga um framhaldskóla þar sem segir að hverjum skóla sé skylt að gefa út skólanámskrá. Þar á að fjalla um ýmislegt, m.a. „sérstök viðfangsefni" svo sem áfengis- og vímuvarnir, umhverfismennt og jafnréttisfræðslu (1999:36). Þar sem lögbundnum ákvæðum um jafnréttisfræðslu er a.m.k. að hluta til vísað í skólanámskrár var ákveðið að kanna þær í tengslum við þessa athugun. Gerð var athugun á skólanámskrám allra framhaldsskóla landsins eins og þær birtast á heimasíðum þeirra en þar var lítið sem ekkert að finna um jafnréttisfræðslu. Skólanámskrár eru stöðugt í mótun og breytast oft. Óskað var eftir nýrri útgáfu af skólanámskrá bréflega ef netútgáfur voru ekki ferskar. Nokkrar slíkar bárust á pappírsformi og svör um að vinna við skólanámskrá væri á döfinni. Mjög fáar skóla- námskrár sýna nánari útfærslu á leiðum til að ná fram jafnri stöðu kynja, hvort sem er í lífsleikni, í samfélagsgreinum eða almennt. Nokkrar skólanámskrár nefna jafn- réttissjónarmið út frá starfsfólkinu eða starfsmannastefnu, t.d. Iðnskólinn í Reykja- vík, Kvennaskólinn og Borgarholtsskóli, enda skylda samkvæmt jafnréttislögum nr. 96/2000, 13. gr. að vinnustaðir með 25 manns eða fleiri setji sér jafnréttisstefnu. Kvennaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli taka einnig á jafnréttisfræðslu fyrir nemendur. í Skólanámskrá Kvennaskólans í Reykjavík 2002-2003 segir nánar um jafnrétt- isfræðslu: Fjallað er um jafnrétti í ýmsum áföngum svo sem félagsfræði, uppeld- isfræði, sögu, lífsleikni, líffræði og sálfræði. Umræða um þessi mál kemur einnig við sögu í ýmsum öðrum greinum svo sem bók- menntaumræðum og í lesefni tungumála (bls. 33). Sá framhaldsskóli sem virðist vera með hvað ítarlegasta stefnu í jafnréttismálum í sinni skólanámskrá er Borgarholtsskóli. Lögð er áhersla á að við ráðningu starfsfólks séu jafnréttissjónarmið höfð að leiðarljósi. Einnig er varað við óhóflegri vinnu nem- enda með námi, þar sem það grafi undan möguleikum einstaklinga til að nýta sér kennsluna á jafnréttisgrundvelli. Til að ná jafnréttismarkmiðum er lögð áhersla á fjöl- breytt úrval námsbrauta og á það að lífsleikniáfangi sé kenndur öllum nýnemum. Afanganum sé ætlað að dýpka skilning þeirra á samfélaginu, sögulegum forsendum þess, atvinnuháttum, menningu, náttúru, fjölskylduábyrgð, fjármálum og rétti og skyldum einstaklingsins. Þessi athugun á skólanámskrám gefur ekki sterkar vísbendingar um að framhalds- skólar hafi almennt sett sér jafnréttisstefnu, né að jafnréttisfræðsla eða fræðsla um fjölskyldulíf skipi stóran sess. Helst er um það að ræða í samfélagsgreinum og lífs- 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.