Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 134
LIÐAN FORELDRA OFVIRKRA BARNA OG REYNSLA ÞEIRRA A F SKOLANUM
ljós að flestir merkja þar einnig við að samskipti séu annaðhvort mikil eða góð, rúm-
lega 20% telja þau vera mikil og um 40% telja þau vera góð. Þó telur um þriðjungur
foreldra sem tekur afstöðu að auka þurfi og/eða bæta samskipti við skólann. Tæpur
fjórðungur merkir við þann möguleika að samskipti hafi ekki verið góð en hafi batn-
að og um 5% foreldra telur samskipti hafa versnað eða minnkað.
I framhaldi af þessu var spurt hvort foreldrar teldu leikskóla og grunnskóla
bregðast á réttan hátt við ofvirkum börnum.
Mun fleiri foreldrar taka afstöðu til grunnskóla (73,3%) en til leikskóla (45,5%).
Skýringar á því að fleiri foreldrar hafa skoðun á samskiptum við starfsfólk grunn-
skóla og viðbrögðum grunnskóla við ofvirkum börnum geta verið að ekki hafi öll
börnin verið á leikskóla og því hafi færri foreldrar haft tækifæri til að mynda sér
skoðun á leikskóla en grunnskóla.
Af þeim foreldrum sem taka afstöðu til spurningarinnar telja fleiri að leikskóli og
grunnskóli bregðist rétt við ofvirkum börnum. Rúmlega 70% foreldra sem taka af-
stöðu telja leikskólann bregðast rétt við ofvirkum börnum en tæp 30% telja svo ekki
vera. Það eru hins vegar innan við 60% (57,3%) foreldra sem telja grunnskólann
bregðast rétt við ofvirkum börnum og yfir 40% sem telja grunnskólann ekki bregðast
rétt við. Það virðist því ljóst að meiri ánægja er meðal foreldra með viðbrögð leikskóla
en grunnskóla.
Þegar spurt er hvort samskiptabók sé í gangi eða önnur regluleg samskipti milli
heimilis og skóla svara 89 foreldranna því játandi, um 80% þeirra sem svara spurn-
ingunni.
Foreldrar voru einnig spurðir að því hvort þeim fyndist skólinn hafa frumkvæði
og áhuga á að leita upplýsinga og koma þeim til réttra aðila í skólakerfinu.
Svo virðist sem einungis rúmlega 20% foreldra telji að skólinn sýni oft frumkvæði
og áhuga á að leita upplýsinga um barnið og koma þeim til viðeigandi aðila í skólan-
um. Rúmur fjórðungur (26,8%) velur svarmöguleikann „stundum". Það er hins vegar
rúmur helmingur (51,8%) foreldra sem telur skólann sjaldan eða aldrei sýna slíkt
frumkvæði; þar af merkir tæpur fjórðungur foreldra við svarmöguleikann „aldrei".
Foreldrar voru einnig spurðir hvort þeir hefðu reynt að veita aðilum í skólakerf-
inu upplýsingar um ofvirkni. Mikill meirihluti foreldra, eða um 85%, svarar þessari
spurningu játandi.
I framhaldi af þessari spurningu voru þeir foreldrar sem sögðust hafa veitt skól-
anum upplýsingar spurðir álits á viðbrögðum skólans þar að lútandi, hvort aðilar
hefðu þar verið móttækilegir og jákvæðir. Talsverður meirihluti foreldra (68,8%
þeirra sem taka afstöðu) velur svarmöguleikann „já, yfirleitt" og 20,4% velja svar-
möguleikann „frekar mikið", tæp 10% merkja við „frekar lítið" og 1,1% við „mjög
lítið". Það eru því tæp 90% foreldra sem telja sig hafa góða reynslu af því að veita
skólanum upplýsingar.
Af þessu virðist mega draga þá ályktun að deildar meiningar séu meðal foreldra
um hversu mikið frumkvæði skólinn sýni í að afla upplýsinga um barnið og koma
þeim til réttra aðila. Meirihluti foreldra hefur aftur á móti látið skólanum í té upplýs-
ingar og í langflestum tilfellum virðast viðbrögðin hafa verið góð. Þannig er ljóst að
132