Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 28
ÞRÓUN HLJÓM-2 Mismunandi er á milli bekkja hvaða þættir HLJÓM-2 spá best fyrir um færni í lestri og ástæðan fyrir því er hugsanlega sú að þegar í 2. bekk kemur hafa áherslur í lestrarnáminu breyst og almennur málskilningur er farinn að skipta meira máli en bein hljóðgreining og hljóðtenging. Þetta er hugsanleg skýring á því að tengslin við þættina rím og hljóðgreining eru sterkari í 1. bekk en 2. bekk. Aftur á móti vegur þátt- urinn orðhlutaeyðing þyngra í 2. bekk en 1. bekk en þar reynir á málskilning, heyrn- ræna úrvinnslu og orðaforða. Ýmsir þættir í bakgrunni barnanna tengjast árangri á HLJÓM-2 og árangri í lestrarkönnununum. En jafnframt eru þættir sem virðast ekki tengjast árangri á þess- um prófum. Eyrnabólgur sem 84% leikskólabarna hafa fengið virðast ekki hamla þró- un hljóðkerfis- og málmeðvitundar eða árangri í lestri. Jafnvel þau börn sem höfðu fengið eyrnabólgu þrisvar sinnum eða oftar stóðu sig ekki verr. Það er vissulega ánægjuleg niðurstaða að jafn algengur kvilli og eyrnabólga hafi ekki slæm áhrif á þá þætti sem teknir voru til athugunar. En hér var verið að skoða meðalárangur hópsins og vissulega er mögulegt að einhverjir einstaklingar séu með skerta hljóðkerfis- og málmeðvitund vegna tíðrar eyrnabólgu. Niðurstöður varðandi þau börn sem eru heyrnarskert eru ekki á einn veg: stundum gengur þeim betur og stundum verr en börnum með eðlilega heyrn. Hér er aðeins um átta einstaklinga að ræða og því ber að fara varlega í að draga ályktanir af þeim niðurstöðum. Ekki fundust tengsl milli árangurs barnanna og fjölda systkina. Aftur á móti gekk þeim börnum verr í lestri sem bjuggu aðeins hjá öðru kynforeldra sinna. Þessi mun- ur fannst ekki á HLJÓM-2. Jákvæð tengsl fundust milli þess að mikið var lesið fyrir barnið og góðs árangurs á HLJÓM-2 og Les I. Þetta þarf tæplega að koma á óvart enda í samræmi við niður- stöður erlendra rannsókna (sjá t.d. Scarborough og Dobrich, 1994). Þetta er því enn ein röksemd fyrir því að hvetja eigi foreldra til að lesa fyrir börn sín og reyna að skapa þeim auðugt málumhverfi (Scarborough og Dobrich, 1994). Niðurstöður benda til þess að langflestir foreldra lesi reglulega fyrir börn sín sem eru á leikskólaaldri. Edwards (1995) bendir á að hugsanlegt sé að sumir foreldrar viti ekki hvaða aðferðir séu bestar til að örva málþroska barna sinna og því má vera að ábendingar um hvernig heppilegast sé að lesa og ræða við börnin geti nýst íslenskum foreldrum. Aðrir þættir eins og menntun foreldra tengjast einnig sterklega árangri barnanna. Það er þó vissulega áhugavert að sá munur sem fundist hefur á árangri barna á sam- ræmdum prófum eftir menntun foreldra (sjá Sigríði Teitsdóttur, 2000 og Amalíu Björnsdóttur, 2001) virðist einnig koma fram á HLJÓM-2 hjá leikskólabörnum og í lestrarkönnunum í 1. og 2. bekk. Þannig virðast börn foreldra með minni menntun standa verr að vígi strax í leikskóla. Ef bæta á stöðu þessara barna í grunnskóla er lík- legt að það þurfi að byrja að starfa með þeim strax í leikskóla, m.a. að þjálfa hljóðkerf- isvitund sem ætti að skila sér í betri árangri í lestrarnámi. Þetta er ákveðin röksemd fyrir því að nám í leikskóla ætti að standa öllum börnum til boða. Það að foreldrar eða systkini barns hafi átt í erfiðleikum á sviði máls, tals, stafsetn- ingar eða lestrar virðist einnig tengjast árangri á HLJÓM-2 og í lestri. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra fræðimanna (sjá t.d. Plomin o.fl., 2001). Það er því 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.