Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 28
ÞRÓUN HLJÓM-2
Mismunandi er á milli bekkja hvaða þættir HLJÓM-2 spá best fyrir um færni í
lestri og ástæðan fyrir því er hugsanlega sú að þegar í 2. bekk kemur hafa áherslur í
lestrarnáminu breyst og almennur málskilningur er farinn að skipta meira máli en
bein hljóðgreining og hljóðtenging. Þetta er hugsanleg skýring á því að tengslin við
þættina rím og hljóðgreining eru sterkari í 1. bekk en 2. bekk. Aftur á móti vegur þátt-
urinn orðhlutaeyðing þyngra í 2. bekk en 1. bekk en þar reynir á málskilning, heyrn-
ræna úrvinnslu og orðaforða.
Ýmsir þættir í bakgrunni barnanna tengjast árangri á HLJÓM-2 og árangri í
lestrarkönnununum. En jafnframt eru þættir sem virðast ekki tengjast árangri á þess-
um prófum. Eyrnabólgur sem 84% leikskólabarna hafa fengið virðast ekki hamla þró-
un hljóðkerfis- og málmeðvitundar eða árangri í lestri. Jafnvel þau börn sem höfðu
fengið eyrnabólgu þrisvar sinnum eða oftar stóðu sig ekki verr. Það er vissulega
ánægjuleg niðurstaða að jafn algengur kvilli og eyrnabólga hafi ekki slæm áhrif á þá
þætti sem teknir voru til athugunar. En hér var verið að skoða meðalárangur hópsins
og vissulega er mögulegt að einhverjir einstaklingar séu með skerta hljóðkerfis- og
málmeðvitund vegna tíðrar eyrnabólgu. Niðurstöður varðandi þau börn sem eru
heyrnarskert eru ekki á einn veg: stundum gengur þeim betur og stundum verr en
börnum með eðlilega heyrn. Hér er aðeins um átta einstaklinga að ræða og því ber að
fara varlega í að draga ályktanir af þeim niðurstöðum.
Ekki fundust tengsl milli árangurs barnanna og fjölda systkina. Aftur á móti gekk
þeim börnum verr í lestri sem bjuggu aðeins hjá öðru kynforeldra sinna. Þessi mun-
ur fannst ekki á HLJÓM-2.
Jákvæð tengsl fundust milli þess að mikið var lesið fyrir barnið og góðs árangurs
á HLJÓM-2 og Les I. Þetta þarf tæplega að koma á óvart enda í samræmi við niður-
stöður erlendra rannsókna (sjá t.d. Scarborough og Dobrich, 1994). Þetta er því enn
ein röksemd fyrir því að hvetja eigi foreldra til að lesa fyrir börn sín og reyna að skapa
þeim auðugt málumhverfi (Scarborough og Dobrich, 1994). Niðurstöður benda til
þess að langflestir foreldra lesi reglulega fyrir börn sín sem eru á leikskólaaldri.
Edwards (1995) bendir á að hugsanlegt sé að sumir foreldrar viti ekki hvaða aðferðir
séu bestar til að örva málþroska barna sinna og því má vera að ábendingar um
hvernig heppilegast sé að lesa og ræða við börnin geti nýst íslenskum foreldrum.
Aðrir þættir eins og menntun foreldra tengjast einnig sterklega árangri barnanna.
Það er þó vissulega áhugavert að sá munur sem fundist hefur á árangri barna á sam-
ræmdum prófum eftir menntun foreldra (sjá Sigríði Teitsdóttur, 2000 og Amalíu
Björnsdóttur, 2001) virðist einnig koma fram á HLJÓM-2 hjá leikskólabörnum og í
lestrarkönnunum í 1. og 2. bekk. Þannig virðast börn foreldra með minni menntun
standa verr að vígi strax í leikskóla. Ef bæta á stöðu þessara barna í grunnskóla er lík-
legt að það þurfi að byrja að starfa með þeim strax í leikskóla, m.a. að þjálfa hljóðkerf-
isvitund sem ætti að skila sér í betri árangri í lestrarnámi. Þetta er ákveðin röksemd
fyrir því að nám í leikskóla ætti að standa öllum börnum til boða.
Það að foreldrar eða systkini barns hafi átt í erfiðleikum á sviði máls, tals, stafsetn-
ingar eða lestrar virðist einnig tengjast árangri á HLJÓM-2 og í lestri. Þetta er í
samræmi við niðurstöður erlendra fræðimanna (sjá t.d. Plomin o.fl., 2001). Það er því
26