Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 16
ÞRÓUN HLJÓM-2 eftir frá leikskóla upp í grunnskóla. HLJÓM reyndist ágætlega en prófið var fulllangt og þættir þess sögðu ekki allir jafnvel fyrir um gengi í lestrarnámi. Þar sem áhugi var á því að útbúa tæki fyrir leikskólakennara til að finna börn sem kynnu að eiga á hættu að lenda í lestrarörðugleikum síðar á skólagöngu sinni þótti æskilegt að stytta HLJÓM þannig að það hentaði betur til notkunar í leikskólum. Voru felld burt þrjú verkefni, (löng og stutt orð, orð í setningu og orð úr minni) og atriðum fækkað í öðrum. Sem dæmi um endanlegt val á atriðum voru t.d. tekin út mjög þung atriði, þar sem markmiðið er ekki að greina á milli þeirra barna sem stóðu vel, heldur að finna þau börn sem eru með slaka hljóðkerfisvitund. Einnig voru tekin út verkefni sem höfðu litla fylgni við lestrarfærni í grunnskóla. Hið nýja tæki fékk nafnið HLJÓM-2 (Ingi- björg Símonardóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2002). Leikskóla- kennarar geta að loknu námskeiði í meðferð og túlkun HLJÓM-2 lagt prófið fyrir börn sem þeir starfa með og eru í elsta árgangi í leikskólanum. HLJÓM-2 á að leggja fyrir að hausti og gert er ráð fyrir að hægt sé að endurtaka prófið aftur í byrjun nýs árs. AÐFERÐ ÞáHtakendur Valdir voru tveir hópar barna með árs millibili til að taka þátt í rannsókninni. í fyrri hópnum voru börn í átta leikskólum í Reykjavík, alls 112 börn og náðist í 103 þeirra eða 92%. Síðara úrtakið varð stærra eða um 176 börn í tólf leikskólum og náðist í 165 þeirra eða 94%. Samtals voru því valin 288 börn og náðist í 268 þeirra eða 93%. Urtakið var hentugleikaúrtak en reynt var að velja það þannig að það gæfi þver- skurð af borginni. Börnin voru fædd 1991 og 1992 og voru frá 5 ára og 4 mán. til 5 ára og 10 mán. gömul þegar þau voru fyrst prófuð. Undanþegin þátttöku voru börn með annað móðurmál en íslensku eða greind þroskafrávik. Mælitæki HUÓM-2 Hljóðkerfis- og málmeðvitund barnanna í rannsókninni var prófuð með HLJÓM-2. Öll verkefnin, tíu talsins sem mynda HLJÓM voru lögð fyrir en í þessari grein er ein- ungis miðað við þau sjö verkefni sem mynda HLJÓM-2. Þegar gögnum var safnað til að finna viðmið fyrir HLJÓM-2 var áreiðanleiki nið- urstaðna þess prófaður. Áreiðanleiki reyndist góður eða alpha=0,91 fyrir prófið í heild og á bilinu 0,58 til 0,86 fyrir einstaka þætti (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002). TOLD-2P Við upphaf og lok rannsóknarinnar var málþroski barnanna metinn með mál- þroskaprófinu TOLD-2P (Ingibjörg Símonardóttir, Einar Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason og Sigríður Pétursdóttir, 1995). 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.