Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 16
ÞRÓUN HLJÓM-2
eftir frá leikskóla upp í grunnskóla. HLJÓM reyndist ágætlega en prófið var fulllangt
og þættir þess sögðu ekki allir jafnvel fyrir um gengi í lestrarnámi. Þar sem áhugi var
á því að útbúa tæki fyrir leikskólakennara til að finna börn sem kynnu að eiga á hættu
að lenda í lestrarörðugleikum síðar á skólagöngu sinni þótti æskilegt að stytta
HLJÓM þannig að það hentaði betur til notkunar í leikskólum. Voru felld burt þrjú
verkefni, (löng og stutt orð, orð í setningu og orð úr minni) og atriðum fækkað í öðrum.
Sem dæmi um endanlegt val á atriðum voru t.d. tekin út mjög þung atriði, þar sem
markmiðið er ekki að greina á milli þeirra barna sem stóðu vel, heldur að finna þau
börn sem eru með slaka hljóðkerfisvitund. Einnig voru tekin út verkefni sem höfðu
litla fylgni við lestrarfærni í grunnskóla. Hið nýja tæki fékk nafnið HLJÓM-2 (Ingi-
björg Símonardóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2002). Leikskóla-
kennarar geta að loknu námskeiði í meðferð og túlkun HLJÓM-2 lagt prófið fyrir
börn sem þeir starfa með og eru í elsta árgangi í leikskólanum. HLJÓM-2 á að leggja
fyrir að hausti og gert er ráð fyrir að hægt sé að endurtaka prófið aftur í byrjun nýs
árs.
AÐFERÐ
ÞáHtakendur
Valdir voru tveir hópar barna með árs millibili til að taka þátt í rannsókninni. í fyrri
hópnum voru börn í átta leikskólum í Reykjavík, alls 112 börn og náðist í 103 þeirra
eða 92%. Síðara úrtakið varð stærra eða um 176 börn í tólf leikskólum og náðist í 165
þeirra eða 94%. Samtals voru því valin 288 börn og náðist í 268 þeirra eða 93%.
Urtakið var hentugleikaúrtak en reynt var að velja það þannig að það gæfi þver-
skurð af borginni. Börnin voru fædd 1991 og 1992 og voru frá 5 ára og 4 mán. til 5 ára
og 10 mán. gömul þegar þau voru fyrst prófuð. Undanþegin þátttöku voru börn með
annað móðurmál en íslensku eða greind þroskafrávik.
Mælitæki
HUÓM-2
Hljóðkerfis- og málmeðvitund barnanna í rannsókninni var prófuð með HLJÓM-2.
Öll verkefnin, tíu talsins sem mynda HLJÓM voru lögð fyrir en í þessari grein er ein-
ungis miðað við þau sjö verkefni sem mynda HLJÓM-2.
Þegar gögnum var safnað til að finna viðmið fyrir HLJÓM-2 var áreiðanleiki nið-
urstaðna þess prófaður. Áreiðanleiki reyndist góður eða alpha=0,91 fyrir prófið í
heild og á bilinu 0,58 til 0,86 fyrir einstaka þætti (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002).
TOLD-2P
Við upphaf og lok rannsóknarinnar var málþroski barnanna metinn með mál-
þroskaprófinu TOLD-2P (Ingibjörg Símonardóttir, Einar Guðmundsson, Sigurgrímur
Skúlason og Sigríður Pétursdóttir, 1995).
14