Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 111
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR f samráði við fagstjórana var ákveðið að raða verkefnunum niður á bekkina. Haft var í huga hvernig verkefnin tengdust vinnu og viðfangsefnum í hverjum árgangi. Nemendur áttu að vinna verkefnin með foreldrum sínum eða einhverjum öðrum fullorðnum og áttu síðan að skrifa eða teikna um það sem þeir gerðu. Að viku liðinni kynntu þeir niðurstöður sínar fyrir bekkjarfélögunum og kennaranum.Foreldrar nemenda voru beðnir að fylla út sérstakt eyðublað (sjá fskj. 1) með hverju verkefni þar sem þeir voru spurðir hvernig gengið hefði að vinna verkefnið með barninu, hversu langan tíma það hefði tekið og hversu mikið þeir hefðu hjálpað. Kennararnir sem tóku þátt fengu spurningalista (sjá fskj. 2) þar sem þeir voru spurðir um gildi verkefnisins. Vinna nemenda var skoðuð, farið var út í skólana tvo í Reykjavík til að skoða dæmi um úrvinnslu og afrakstur nemenda og í nokkrum tilfellum var fylgst með því þegar nemendur komu með verkefni sín í skólann og umræðum um þau. Einnig voru tekin viðtöl við átta nemendur í 1.-4. bekk, tvo nemendur í hverjum árgangi, strák og stelpu (sjá fskj. 3). Kennararnir völdu börnin sem talað var við. Talað var við eitt barn í einu. Viðtölin voru hljóðrituð og unnið úr þeim síðar. NIÐURSTÖÐUR Foreldrar Foreldrar skiluðu matsblöðum eftir hvert verkefni og alls skiluðu foreldrar 1455 matsblöðum þennan fyrsta vetur sem rannsóknin fór fram. Matsblöðin bentu til að þeir væru almennt mjög jákvæðir og tækju verkefninu fagnandi. Næstum allir for- eldrarnir (96%), sama á hvaða aldri börnin þeirra voru, merktu við að verkefnið hefði verið skemmtilegt og flestir (90%) sögðu einnig að verkefnið hefði verið áhugavert. Næstum allir (96%) merktu við að þeir hefðu annað hvort veitt barninu mikla eða svolitla hjálp. Einnig sögðu næstum allir foreldrarnir að verkefnin hefðu tekið minna en klukkustund og þar sem þeir voru beðnir að merkja við hvort barnið þeirrra hefði lært mikið, lítið eða hvort það parfaðist meiri hjálpar, sögðu langflestir (um 90%) að barnið þeirra hafði lært mikið. Foreldrarnir hjálpuðu börnum sínum jöfnum höndum með umræðum, lestri/út- skýringum á fyrirmælum og við framkvæmd á verkefnum/athugunum. Mæðurnar hjálpuðu í flestum tilfellum (um 70%) en feður hjálpuðu líka oft eða tóku þátt í verk- efnunum á einhvern hátt. í nokkrum tilfellum tóku báðir foreldranna þátt og jafnvel öll fjölskyldan. Stundum var líka einhver annar sem hjálpaði eða tók þátt í verk- efninu með barninu. Aðeins í tveimur verkefnanna voru það mun fleiri feður en mæður sem hjálpuðu. í öðru verkefninu eiga nemendur að búa til krana til að lyfta mismunandi hlutum með því að nota ýmiss konar efnivið, s.s. plastflösku, pappa- hólk, nagla o.fl. í hinu verkefninu eiga nemendur að búa til stöðurafmagn. Foreldrarnir gerðu yfirleitt ekki skriflegar athugasemdir við verkefnin heldur merktu aðeins í boxin eftir því sem við átti. En þær athugasemdir sem voru gerðar voru flestar mjög gagnlegar og snúa flestar að því sem betur má fara hvað varðar 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.