Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 111
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
f samráði við fagstjórana var ákveðið að raða verkefnunum niður á bekkina. Haft
var í huga hvernig verkefnin tengdust vinnu og viðfangsefnum í hverjum árgangi.
Nemendur áttu að vinna verkefnin með foreldrum sínum eða einhverjum öðrum
fullorðnum og áttu síðan að skrifa eða teikna um það sem þeir gerðu. Að viku liðinni
kynntu þeir niðurstöður sínar fyrir bekkjarfélögunum og kennaranum.Foreldrar
nemenda voru beðnir að fylla út sérstakt eyðublað (sjá fskj. 1) með hverju verkefni
þar sem þeir voru spurðir hvernig gengið hefði að vinna verkefnið með barninu,
hversu langan tíma það hefði tekið og hversu mikið þeir hefðu hjálpað. Kennararnir
sem tóku þátt fengu spurningalista (sjá fskj. 2) þar sem þeir voru spurðir um gildi
verkefnisins.
Vinna nemenda var skoðuð, farið var út í skólana tvo í Reykjavík til að skoða dæmi
um úrvinnslu og afrakstur nemenda og í nokkrum tilfellum var fylgst með því þegar
nemendur komu með verkefni sín í skólann og umræðum um þau. Einnig voru tekin
viðtöl við átta nemendur í 1.-4. bekk, tvo nemendur í hverjum árgangi, strák og
stelpu (sjá fskj. 3). Kennararnir völdu börnin sem talað var við. Talað var við eitt barn
í einu. Viðtölin voru hljóðrituð og unnið úr þeim síðar.
NIÐURSTÖÐUR
Foreldrar
Foreldrar skiluðu matsblöðum eftir hvert verkefni og alls skiluðu foreldrar 1455
matsblöðum þennan fyrsta vetur sem rannsóknin fór fram. Matsblöðin bentu til að
þeir væru almennt mjög jákvæðir og tækju verkefninu fagnandi. Næstum allir for-
eldrarnir (96%), sama á hvaða aldri börnin þeirra voru, merktu við að verkefnið hefði
verið skemmtilegt og flestir (90%) sögðu einnig að verkefnið hefði verið áhugavert.
Næstum allir (96%) merktu við að þeir hefðu annað hvort veitt barninu mikla eða
svolitla hjálp. Einnig sögðu næstum allir foreldrarnir að verkefnin hefðu tekið minna
en klukkustund og þar sem þeir voru beðnir að merkja við hvort barnið þeirrra hefði
lært mikið, lítið eða hvort það parfaðist meiri hjálpar, sögðu langflestir (um 90%) að
barnið þeirra hafði lært mikið.
Foreldrarnir hjálpuðu börnum sínum jöfnum höndum með umræðum, lestri/út-
skýringum á fyrirmælum og við framkvæmd á verkefnum/athugunum. Mæðurnar
hjálpuðu í flestum tilfellum (um 70%) en feður hjálpuðu líka oft eða tóku þátt í verk-
efnunum á einhvern hátt. í nokkrum tilfellum tóku báðir foreldranna þátt og jafnvel
öll fjölskyldan. Stundum var líka einhver annar sem hjálpaði eða tók þátt í verk-
efninu með barninu. Aðeins í tveimur verkefnanna voru það mun fleiri feður en
mæður sem hjálpuðu. í öðru verkefninu eiga nemendur að búa til krana til að lyfta
mismunandi hlutum með því að nota ýmiss konar efnivið, s.s. plastflösku, pappa-
hólk, nagla o.fl. í hinu verkefninu eiga nemendur að búa til stöðurafmagn.
Foreldrarnir gerðu yfirleitt ekki skriflegar athugasemdir við verkefnin heldur
merktu aðeins í boxin eftir því sem við átti. En þær athugasemdir sem voru gerðar
voru flestar mjög gagnlegar og snúa flestar að því sem betur má fara hvað varðar
109