Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 151
KRISTÍN KARLSDÓTTIR
Einn flokkur, 1-Kastar sem á við bæði þegar barn kastar teningi og les á hann og
einnig þegar barn flytur peð sitt milli reita, kemur oftast fyrir í báðum skólum, eða
375 sinnum í báðum upptökum í tilraunaskóla og 318 sinnum í báðum upptökum í
samanburðarskóla (tafla 1).
Skipta má öðrum algengum flokkum í þrjá hópa sem eru: flokkar sem tengjast
framgangi spilsins, flokkar sem lýsa sjálfsánægju og öryggi barns og flokkar þar sem
barn er vinsamlegt og viðurkennandi við leikfélaga sinn. Algengir flokkar sem tengj-
ast framgangi spilsins eru 1-Kastar sem á við þegar barn kastar teningnum, 1-Teliir-
með, sem á við þegar barn telur með félaga sínum og 1-Regla sem á við þegar barn
vitnar í reglu. Algengir flokkar sem endurspegla sjálfsánægju og öryggi barns, þ.e.
börn sem eru ánægð með sig og fara sínu fram eru 1-Drjúg sem á við þegar barn stað-
hæfir um eigin gerðir og hugmyndir og 1-Sérumsig sem á við þegar barn fer sínu fram
eða reynir að fá jafn mikið og leikfélaginn. Flokkar þar sem barn er vinsamlegt og
viðurkennandi við leikfélaga sinn eru 1-Viðurk þegar barn gefur til kynna við leikfé-
laga sinn hlutlausa eða jákvæða viðurkenningu og 1-Vinatal sem á við þegar barn
spjallar vinsamlega, frjálslega og afslappað við leikfélaga sinn.
Börn sem eru ánægð með sig ogfara sínufram
Þessir flokkar eru til vitnis um að samskipti barnanna í rannsókninni einkennast að-
allega af ákafa án mikilla gagnvirkra samskipta. í þeim birtist oft þessi einlæga trú á
sjálfan sig sem lýsir sjálflægri hugsun barns á þann hátt að einlægnin vekur aðdáun
og jafnvel kátínu fullorðinna. Hér að neðan sjáum við dæmi um samskipti þeirra
Arnar og Birtu þar sem þau eiga stutt eftir af spilinu (dæmi 1).
Dæmi 1
l-Sérumsig,
1-Kastar
1-Kastar
O-Galsi,
1-Keppir
1-Kastar
1-Viðurk
1-Kastar,
1-Svindl
1-Drjúg,
1-Viðurk
1-Sérumsig
Birta tekur teninginn og segir: „Ég á að gera". Hún kastar og segir: „Oh, - þrír".
Birta flytur tröll sitt milli reita og lítur til fullorðins.
Örn gefur frá sér ískurhljóð og segir: „Ég er að vinna".
Örn lyftir teningnum hátt og kastar, les á teninginn: „Einn".
Birta segir vinsamlega: „Kannski getur þú unnið".
Örn telur og flytur tröll sitt á reiti, hoppar svo yfir nokkra reiti og segir: „Yess".
Birta skotrar augum til fullorðins og segir: „Þú vinnur mig sko ekki, samt ferð þú á
undan mér í veisluna".
Birta segir: „Nú á ég".
Birta virðist gera sér grein fyrir að Örn er að svindla þegar hann hoppar yfir sólina
en hún lætur það afskiptalaust. Hún er hins vegar nokkuð ánægð með sjálfa sig
(1 Drjúg) og stendur á rétti sínum (1-Sérumsig). Um leið er hún vinsamleg í garð
Arnar þegar hún bætir við „samt ferð þú á undan mér í veisluna" (1-Drjúg). Hún er
vinsamleg í viðmóti við Örn en lætur viðbrögð hans sig litlu skipta.
149