Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 36
ÞEGNSKAPARMENNTUN Þessi skipting ljær okkur sem fyrr segir fjóra ólíka flokka hugmynda en af þeim skipta aðeins tveir máli að sinni: Þegnskaparmenntun tilheyrir flokki hópbundinnar inntakshyggju og á þar sæti með annars innbyrðis ólíkum hugmyndum svo sem bók- stafstrú og gagnrýnum póstmódernisma. Það sem sameinar þær er áherslan á hóp- bundin fremur en sammannleg gildi - þó að vissulega greini þær á um hver þau gildi eigi að vera - og að þær einskorða sig ekki við eitt tiltekið kennsluform (þótt þegn- skaparmenntun hampi að vísu mest, eins og við sjáum á eftir, gagnrýnni hugsun). Ég hef áður fært að því rök að með hliðsjón af eldri greinarmun lífsleiknihugmynda (McLaughlin og Halstead 1999:137-138) væri eðlilegt að kenna hina hópbundnu inn- takshyggju við „holdtekna lífsleikni", til aðgreiningar frá sammannlegu inntaks- hyggjunni sem fremur mætti nefna „beinabera lífsleikni", enda líkami hinnar síðar- nefndu að því skapi holdskornari sem henni er ætlað að ná til fleira fólks: til allra barna, alls mannkyns. I eldri ritgerð minni um þetta efni í Uppeldi og menntun setti ég í raun, til einföldunar, samasemmerki milli beinaberrar lífsleikni annars vegar og hins vegar þeirrar stefnu sem kölluð hefur verið skapgerðarmótun (character education) í Bandaríkjunum (Lickona 1991; Kilpatrick 1992) um leið og ég reyndi að verja hana fyrir ýmiss konar gagnrýni (Kristján Kristjánsson 2001). Þetta helgaðist meðal annars af því að kjarninn í íslensku lífsleikninámskránni er mjög í anda slíkrar skapgerðarmótunar og því líklegt að hliðstæð rök og mótrök myndu móta fræðilega umræðu um lífsleikni á íslandi, ef hún væri einhver, og kastað hefur verið í deiglu vestanhafs. Vitaskuld geta þó aðrar stefnur fallið í flokk beinaberrar lífsleikni en skapgerðarmótunin ein. Nýjasta tískustefnan í lífsleikni í Bandaríkjunum, svokallað félagsþroska- og tilfinninganám („socioemotional learning" eða „social and emotional learning", sjá t.d. Elias o.fl. 1997, að miklu leyti byggt á Goleman 1995), er til dæmis skólabókardæmi um beinabera lífsleikni. Þótt stefna þessi tylli tilfinningagreind framar en áður í forgangsröð og hafi, fyrir duttlunga sögunnar, tengst vinstri- mennsku í stjórnmálum fremur en skapgerðarmótunin, sem oft er ranglega kölluð hægristefna (Mayer og Cobb 2000:169; sjá einnig Kristján Kristjánsson 2001:151-153), þá gylla báðar þessar tegundir beinaberrar lífsleikni mikið til sömu alþjóðlegu grunn- gildi og kjarnadygðir. í framhaldinu ber því að skilja hugtakið beinaber lífsleikni svo að það eigi við um sérhverja stefnu sem boðar sammannlega inntakshyggju um ræktun persónulegra dygða og gilda hjá nemendum í skólum. Ekki þarf iangan lestur á námskrám í þegnskaparmenntun til að átta sig á hvers eðlis þau holdteknu gildi eru sem þar er skipað til öndvegis. Ef við styðjumst til dæmis við nýlegar markmiðslýsingar frá Englandi (DFES 2002) blasir fyrst við að þegnskaparmenntun snýst um boðun og innrætingu tiltekinna lýðræðisgilda, ekki aðeins kynningu á hver slík gildi eru. Þegnskaparmenntunin gengur því mun lengra en þau stjórnmála- og stjórnsýslufræði sem löng hefð er fyrir að kenna unglingum í ýmsum Evrópulöndum, til að mynda í Þýskalandi, og á ensku hafa verið stuttnefnd „civics", en þau enduróma til dæmis í þrepamarkmiðum fyrir þjóðfélagsfræði í 10. bekk grunnskóla á íslandi (Menntamálaráðuneytið 1999b:75-80). Þegnskaparmennt- unin snýst, með öðrum orðum, ekki aðeins um það hvernig kaupin gerast á eyrinni heldur hvernig þau eiga að gerast. I Englandi er talað um þrenns konar stefnumið J 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.