Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 158
MAT Á SAMSKIPTAHÆFNI FJÖGURRA ÁRA BARNA
skilja eigin og annarra tilfinningar sýna þau síður árásarhneigð. Hugsanlega tengist
almennt vinsamlegt viðmót því að börnin í þessari rannsókn búi yfir slíkum skiln-
ingi.
Leikur forðar ágreiningi
I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að sum barnanna í þessari rannsókn
nota leik til þess að forða ágreiningi eða leysa hann. Öll fóru þau í hlutverkaleik eða
sýndu leiktilburði meðan á spilinu stóð. Að spilinu loknu hófst hlutverkaleikur
undantekningarlaust þegar þau voru komin á lokareitinn, þ.e.a.s. þegar tröllin voru
komin í veisluna sína. Vygotsky áleit hlutverkaleik ýta undir þróun barnsins þar sem
það prófaði og æfði ýmsa þroskaþætti. Við aðstæður í leik styðst barnið við ímynd-
unaraflið og lærir þannig að framkvæma eftir eigin hugmyndum en ekki aðeins að
svara ytri áreitum. Barnið breytir merkingu hlutar og mótar eigin skilning (Berk,
2000:262). Það má því leiða líkur að því að sá hlutverkaleikur og leikur almennt, sem
kom fram hjá börnunum í þessari rannsókn, bendi til þess að aðferðir þeirra til þess
að læra og finna lausnir séu í samræmi við þær hugmyndir sem fram koma í kenn-
ingum Vygotskys.
Drengir og stúlkur
I rannsóknarniðurstöðum mátti greina ólíka tilhneigingu í hegðunarmynstri
kynjanna. Drengirnir í þessari athugun sýndu allir einhvern tíma að þeir voru til-
búnir til þess að svindla svo fremi sem enginn gerði athugasemd við það. Þetta kom
ekki fram hjá stúlkunum. Fjórar af tíu stúlkum gerðu hins vegar athugasemdir við
hegðun leikfélaga síns en fylgdu þeim ekki eftir ef leikfélaginn tók athugasemdina
ekki til greina. Caroll Gilligan (1982) hefur fjallað um muninn á siðferði réttlætis og
siðferði umönnunar og bendir á að siðferði byggt á réttlæti einblíni á reglur, réttindi
og sjálfræði og sé einkennandi fyrir karlmenn en feli ekki í sér það siðferði sem ein-
kennir konur. Hún telur að siðferði, sem byggt er á umönnun, einkenni konur og það
snúist um að fá ábyrgðarkennd sinni fullnægt og að forðast að misnota eða særa aðra.
Kenning Gilligans um siðferði umönnunar er ekki aðeins hluti af jafnréttisbaráttu
kynjanna heldur nýtt sjónarhorn í umræðunni um réttlæti og siðferðisuppeldi.
Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa ekki til kynna að um sé að ræða réttlætissið-
ferði og umönnunarsiðferði en þær vísbendingar um kynjamun sem fram koma í
henni geta orðið kveikja að nánari athugun á siðferði drengja og stúlkna á leikskóla-
aldri.
Einstaklingsmunur
Fram kemur mikill einstaklingsmunur og því mikilvægt að líta á þessar niðurstöður
í ljósi þess. En sú mynd sem þessi rannsókn sýnir af barni á fimmta aldursári bendir
til þess að barnið sé mikils megnugt, sterkt og skapandi. Það beitir eigin aðferðum í
samskiptum við félaga sinn. Það er í samræmi við þá ímynd af barninu sem Gunilla
Dahlberg (Dahlberg, Moss og Pence, 1999) leggur til en hún álítur að enginn einn
156