Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 158

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 158
MAT Á SAMSKIPTAHÆFNI FJÖGURRA ÁRA BARNA skilja eigin og annarra tilfinningar sýna þau síður árásarhneigð. Hugsanlega tengist almennt vinsamlegt viðmót því að börnin í þessari rannsókn búi yfir slíkum skiln- ingi. Leikur forðar ágreiningi I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að sum barnanna í þessari rannsókn nota leik til þess að forða ágreiningi eða leysa hann. Öll fóru þau í hlutverkaleik eða sýndu leiktilburði meðan á spilinu stóð. Að spilinu loknu hófst hlutverkaleikur undantekningarlaust þegar þau voru komin á lokareitinn, þ.e.a.s. þegar tröllin voru komin í veisluna sína. Vygotsky áleit hlutverkaleik ýta undir þróun barnsins þar sem það prófaði og æfði ýmsa þroskaþætti. Við aðstæður í leik styðst barnið við ímynd- unaraflið og lærir þannig að framkvæma eftir eigin hugmyndum en ekki aðeins að svara ytri áreitum. Barnið breytir merkingu hlutar og mótar eigin skilning (Berk, 2000:262). Það má því leiða líkur að því að sá hlutverkaleikur og leikur almennt, sem kom fram hjá börnunum í þessari rannsókn, bendi til þess að aðferðir þeirra til þess að læra og finna lausnir séu í samræmi við þær hugmyndir sem fram koma í kenn- ingum Vygotskys. Drengir og stúlkur I rannsóknarniðurstöðum mátti greina ólíka tilhneigingu í hegðunarmynstri kynjanna. Drengirnir í þessari athugun sýndu allir einhvern tíma að þeir voru til- búnir til þess að svindla svo fremi sem enginn gerði athugasemd við það. Þetta kom ekki fram hjá stúlkunum. Fjórar af tíu stúlkum gerðu hins vegar athugasemdir við hegðun leikfélaga síns en fylgdu þeim ekki eftir ef leikfélaginn tók athugasemdina ekki til greina. Caroll Gilligan (1982) hefur fjallað um muninn á siðferði réttlætis og siðferði umönnunar og bendir á að siðferði byggt á réttlæti einblíni á reglur, réttindi og sjálfræði og sé einkennandi fyrir karlmenn en feli ekki í sér það siðferði sem ein- kennir konur. Hún telur að siðferði, sem byggt er á umönnun, einkenni konur og það snúist um að fá ábyrgðarkennd sinni fullnægt og að forðast að misnota eða særa aðra. Kenning Gilligans um siðferði umönnunar er ekki aðeins hluti af jafnréttisbaráttu kynjanna heldur nýtt sjónarhorn í umræðunni um réttlæti og siðferðisuppeldi. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa ekki til kynna að um sé að ræða réttlætissið- ferði og umönnunarsiðferði en þær vísbendingar um kynjamun sem fram koma í henni geta orðið kveikja að nánari athugun á siðferði drengja og stúlkna á leikskóla- aldri. Einstaklingsmunur Fram kemur mikill einstaklingsmunur og því mikilvægt að líta á þessar niðurstöður í ljósi þess. En sú mynd sem þessi rannsókn sýnir af barni á fimmta aldursári bendir til þess að barnið sé mikils megnugt, sterkt og skapandi. Það beitir eigin aðferðum í samskiptum við félaga sinn. Það er í samræmi við þá ímynd af barninu sem Gunilla Dahlberg (Dahlberg, Moss og Pence, 1999) leggur til en hún álítur að enginn einn 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.