Iðunn - 01.06.1889, Síða 4
170 0. Irminger:
stöku þjóðflokkum, sem mönnum væri allt eins ó-
kunnugt um».
En líti menn nú á uppdrátt af Afríku, þá sést
það glögglega, að á'þessu er orðin talsverð breyting;
að vísu eru enn auðir kaflar á uppdrættinum, en
það má nú fremur telja þá smádíla en stórskellur;
nú vita menn um upptök Nílar og rennsli hennar,
er menn pvo þúsundum ára skipti höfðu verið í vafa
um; sama er að segja um hið afarvatnsmikla Kou-
gófljót, og aðrar stórár. A síðasta mannsaldri hafa
og fundizt liin geysimiklu stöðuvötn, er liggja á há-
sléttu Austur-Afríku; úr tveimur þeirra hefir Níl
upptök sín, og eroghið stærra þeirra tvöfalt stærra
en hafið milli Jótlands og Hallands, er Danir kalla
Kattegat, og skjótt að segja hafa kynm vor af
«myrka meginlandinu», er Stanley kallar Afríku,
mjög aukizt við ferðir, er farnar hafa verið til land-
kannana, og margar þeirra svo frægilegar, að orð
hefir áf farið um allan heim, svo að vorir dagar
eru orðnir ný landakannana öld.
Meðal hinna mörgu frægu manna, sem á vor-
um dögum hafa átt beztan þátt í því að svipta af
hjúp þeim, er um svo langar aldir hafði fólgið Af-
ríku innanverða, er Stanley einn meðal hinna fræg-
ustu. ]pað hefir oftar en einu sinni komið fyrir, að
hann hefir með framkvæmdum sínum gjört þá kyn-
slóð, er nú lifir, alveg forviða; opt hefir svo borið
undir, að menntaðir menn um allan heim hafa með
óþreyju beðið fregna frá honum. Hann hefirhvað
eptir annað verið sá maður, er mönnum hefir ver-
ið tíðast um í Parísarborg, Lundúnum, Berlin og
Nýju- Jórvík, og með sínum fjörlegu ferðasögum hefir