Iðunn - 01.06.1889, Qupperneq 10
176 0. írminger:
Eg varð reyndar hissa á þessari skipun, en
lét það þó hvergi á mig fá, því eg vissi það vel,
að þegar herra Bennett hafði tekið eitthvað í sig,
þá var það ekki svo auðgjört að fá hann ofan af
því, sem hann hafði ætlað sér; samt ímyndaði eg
mér að hann væri ekki rækilega búinn að íhuga
það sem mælti með og mót þessari hans meira en
stórmannlegu fyrirætlun; ég sagði því við hann:
«Menn eru að bera það upp í sér, að þér munduð
selja New- York- Herald, og hætta vjð alla blaða-
mennsku, ef föður yðar missti við».
«það er alveg tilhæfulaust, hver svo sem segir
það, því í Nýju- Jórvíkurbæ er ekki nóg fé til þess
að kaupa New- York- Herald. Faðir minn hefir
útvegað blaðinu mikinn kaupendafjölda, en eg mun
svo um sjá, að það fái miklu fleiri kaupendur. Eg
ætla að gjöra það að fréttablaði í orðsins sanna
skilningi. Eg ætlast til, að það skuli geta flutt hverja
þá frétt, er mönnum geti verið forvitni á að heyra».
«þá er öðru máli að gegna», sagði eg; «ætlizt þér
þá til þess, að eg fari nú rakleiðis til Afrfku til þess
að leita að Livingstone?»
«Nei. Fyrst vil eg að þér farið og séuð við
þegar Súezskurðurinn verður opnaður; síðan skuluð
þér fara upp með Nílá. Samúel Baker er nú að
búa ferð sína til Suður-Egiptalands. Verðið þér
sannfróður um allt, sem hægt er að fá að vita um
ferðalag hans, og meðan þér eruð á leiðinni þang-
að suðureptir, skuluð þér lýsa svo vel sem unnt er,
öllu því, er ferðamönnum gæti verið forvitni á að
sjá. Svo skuluð þér semja handhægan leiðarvísi
fyrir ferðamenn um Norður- Egiptaland, og segið svo