Iðunn - 01.06.1889, Side 12
178
0. Irminger:
sem á mannlegu valdi er; til slíks erindis mun
drottinn leggja blessun sína».
Við þetta skildu [þeir Bennett og Stanley.
Fréttaritari New- York- Heralds fór eins og fyrir
hann var lagt, og 6. janúar árið 1871 kom hann til
eyjarinnar Sansibar, er liggur skammt undan aust-
urströnd Afríku hér um bil 90 mílurn fyrir sunnan
jafndægurshriug.
það var stórmikið ætlunarverk, er Stanley
hafði tekizt á hendur. Hann hafði að vísu fengizt
við rnargt, það sem af var æfinnar, og hann hafði
rakklega rekið ýms erindi, er blað hans hafði feng-
ið honum; en nú átti hann að verða Aíríkufari, og
leita að manni, sem ekki var vísara á að róa en
það, að hann var einhverstaðar inn í ókunnum
löndum Afríku. Menntaðir menn um allan
lieim biðu með óþreyju eptir fréttum af Livingstone
gamla, þessum göfuga Skota, sem er sannnefndur
«postuli Afríkui), þar sem hann hafði helgað æfi sína
því, að kanna lönd í þessari heimsálfu, og bæta
kjör hinna líttsiðuðu þarlendu þjóða. Livingstone
hefir nú fengið legstað sinn í klausturkirkjunni í
Westminster, þar sem frægustumenn Bnglendinga fá
legstað sinn, en þá var hann í langferð þeirri, er
síðust varð allra hans ferðalaga. Ondverðlega á
árinu 1866 liafði hann lagt upp frá ströndinni vest-
ur af Sansibar eitthvað vestur í Afríku, og þegar
Stanley kom til Afríku höfðu liðið svo tvö ár, að
ekkert hafði til hans spurzt, svo að meðal mennt-
aðra þjóða voru allir í vafa um, hvort hann væri
lífs eða liðinn. Og mönnum var þá enn meiri
hugur á því, að fá einhverjar fréttir af Livingstone