Iðunn - 01.06.1889, Page 19
Henry Morton Stanley. 18B
enska fylgdarmanninn sinn, fyrr en þeir voru kornnir
talsvert áleiðis vestur eptir Afríku. A leiðinni til
XJjiji ætlaði hann sér að koma við í Tabora, sem er
önnur nýlenda, er Arabar hafa stofnað þar
vestra, og er hún 90 mílur vestur frá sjó í beina
stefnu; Stanley hafði hugsað sér, þar sem hanu
gæti því við komið, að fara þær lestaleiðir, er hvítir
ferðamenn hefði ekki áður farið.
Leið hans lá ýmist yfir vatnslausa fláka eða
vatnsrík lönd, ýmist yfir frjósamar byggðir eða ó-
frjó lönd og óbyggðir; en það sem varð honum erf-
iðast, var það, að halda saman lestinni. Sjómenn
þeir tveir hinir ensku, er hann hafði ráðið sér til
samfylgdar og áttu að vera aðstoðarmenn hans,
reyndust honum alveg gagnslausir. Annar þeirra
var drykkjurútur, bilaður að heilsu, og vann Afríku-
loptið brátt að honum; hinn var og í alla staði ó-
hæfur til ferðalaga í Afríku, og þoldi heldur ekki
loptslagið, og varð brátt svo veikur, að það varð
að bera hann; hann dó líka á leiðinni. A leiðinni
átti Stanley í sífelldu stímabraki við hermenn sína
og burðarmenn, og opt hafði hann miklar tafir af
því að þurfa að gera út menn til þess að leita að
strokumönnum. Samningarnir við þarlendu
höfðingjana um það, hvað hann þyrfti að borga
mikinn toll til þess að mega fara um lönd þeirra,
voru bæði þreytandi og leiðinlegir, því þessir höfð-
ingjar hugsuðu ekki um neitt annað en að pína út
úr þessum stórauðuga hvíta ferðalang svo mikið sem
hægt væri, og stundum lá við sjálft, aðslægiíbar-
daga, því margir af þjóðflokkum þeim, sem búa þar
uppi í landinu, eru harðfengir og grimmlyndir.