Iðunn - 01.06.1889, Side 28
194 0. Irminger:
Livingstones, til þess að fagna þessum nýkomna
ferðamanni.
Lestin hafði numið staðar, skrifar Stanley, þeg-
ar byssuberi minn sagði við mig: «Nú sé eg hann;
en hvað hann er gamali! Skeggið á lionum er al-
veg hvítt!» Blóðið sótti ótt að hjartanu í mjer;
eg ætlaði varla að ráða við mig; eg hefði viljað
gefa mikið til þess, að mega nú ósjeður af öllum
láta eptir tilfinningutn mínum. Eg hafði ákafan
lijartslátt; en eg mátti ekki láta sjá það framan í
mjer, hvað mjer var mikið niðri fyrir. Hvíti mað-
urinn varð að koma fram sem bezt mundi sóma
við slíkan fagnaðarfund.
Eg bar mig því til, sem mjer þótti samboðnast
vera erindi mínu. Eg ruddist fram í gegnum
mannþröngina, þangað til eg var kominu fram að
þyrping af Aröbum, er stóðu í hálfhring, og frammi
fyrir þeim hvíti maðurinn með hvíta skeggið.
Meðan eg var að nálgast hann, tók eg eptir því,
að hann var fölur mjög og að skeggið var grátt; á
höfðinu hafði hann húfu með upplituðum gullborða;
hann var í koti með rauðum ermutn, og í gráum
ullarbuxum. Eg vildi feginn hafa hlaupið til hans;
en eg kom mjer ekki að því, vegna mannfjöldans;
eg vildi feginn hafa faðmað hann að mjer; en af
því að hann var Englendingur, þá vissi eg ekki,
hvernig hann mundi taka því, og þess vegna gerði
eg það, sem heigulsháttur minn og rangskilin stór-
mennskulæti réðu mér að gera: eg gekk rólegur
að honum, tók ofan fyrir honum, og sagði:
«Doktor Livingstone, vænti eg?»