Iðunn - 01.06.1889, Side 54
O. lrminger:
220
sunnan jafndægrahring—, og einlægt rann áiu til
norðurs. En snemrna í janúar 1877 heyrði Stan-
ley dimman nið í fjarska. f>að voru fossarnir,
sem þarlendir menn liöfðu sagt honum frá; þarna
rennur áin, á hér um bil 10 mílna kafla, í tals-
verðum halla, svo að hún lækkar æði-mikið; fell-
ur áin þar yfir 7 geysi-mikla flata palla, og fram
af hverjum palli steypist hún í sjóðandi hvít-
íyssis-iðu, og væri það hvers manns hráður bani,
að fara ofan hávaða þá. A milli pallanna má
reyndar með mestu varfærni fara eptir ánni; en
þegar í nánd dregur fossunum, er það mesta
háskaráð, og fengu sumir Stanleys liðar að kenna
á því í ferðinni, þegar stöku bátur fyrir fífl-
dirfsku þeirra, er á voru, kom of nærri fossun-
um.
|>að var engum smáræðis erfiðleikum bundið
fyrir þá Stanleys liða, að þurfa að höggva sér
með öxum braut gegnum hina þétt-vöxnu skóga
á árbökkunum, svo að fært væri að draga bát-
ana fram hjá fossunum. Opt kom það fyrir,
að skipta varð liðinu þannig, að annar helming-
urinn hjó skóginn, en liinn helmingurinn stóð
viðbúinn með byssur, til þess að verjast árásum
villimanna; en í lok janúarmánaðar átti Stanley
því láni að fagna, að geta aptur ýtt bátaliði
sínu á flot út á stórkostlega breiða á, og nú
heyrðist ekki álengdar til ueins fossaniðar,
svo að kvíða þyrfti í bráð striti og þraut-'
um.
Nú fór hin geysi-vatnsmikla á að beygja af
vestur á bóginn, og smámsaman gat nú Stanley