Iðunn - 01.06.1889, Side 58
224
O. lrminger:
í eilífðina, þar sem mér þá fannst það sannast
allra orða, að betri er skjótur clauði en löng kröm».
A öðrum stað segir kaun: «|>að er ekki hægt
fullkomlega með orðum að skýra allar þær hörm-
ungar, sem eg hefi orðið að þola; en þær geta
geymzt í hjarta, er finnur til allrar þeirrar eyrnd-
ar, er eg hefi sökkzt í. Frank, Frank, þú ert sæll;
eg vildi óska, að eg væri í þinn stað». Og enn
segir hann: «Tilfinningar vorar eru nú allt aðrar
en þær, er áður fylltu oss, þegar áþekkar þrautir
konm fyrir. Sumum verður það fyrir að segja:
þ>að verður sem á að verða, eða þá: Enginn má
sköpunum renua, o. s. frv. Vér höfum nú ekki
framar af að segja ótta þeirn, er stundum áður
gat komið að oss. Sál vor og taugar eru svo
doðnaðar af öllu því, er vér höfum orðið að þola.
Vér höfum grátið svo opt, að oss er nú úr þessu
gráts varnað, og vér höfum tekið svo mikið út, að
það er eins og vér ekki framar kennum neinna
kvala». þetta eina tilsvar Stanleys, er hann hafði
Við Afríkufara einn frá Portúgal, þegar hann var
kominn vestur á strönd Atlanzhafsins: «Eg hefi
orðið að berjast 45 sinnum, en fossarnir í Kongó
hafa gert mig gráhærðan», gefur mönnum betur en
nokkuð annað hugmynd um hörmungar þær og
þrautir, sr Stanley og lið hans átti í á þessum
kafla leiðarinnar.
\r A þessu háskalega svæði var Stanley hér um
bil fjóra mánuði að komast áfram með lið sitt ekki
lengri leið en fjörutíu mílur. Lady Alice var nú
orðin uppslitin, og hér varð að skilja hana eptir;
og með söknuði skildi Stanley við þetta fræga far,