Iðunn - 01.06.1889, Blaðsíða 96
Emilo Blancliard:
‘i(ÍJ
og sanna hjá þessum fyrirlitnu dýrum, að engin
getur annað en að dázt að honum. þpgar ung-
arnir eru komnir iit úr eggjununr, festa j eir s g á
líkama rnóður sinnar, og hún ber þá svo, þangað
til sá dagur kemur, að þeir eru nógu tápmiklir
orðnir til að elta bráð sína, nógu kænir til að tæla
óvini slna, og nógu óþakklátir til þess að kannast
ekki lengur við móður sína, sem þeir þurfa ekki
framar hjálpar af. J Suður-Evrópu, Afríku og
nokkrum hluturn Asíu eru veiðiköngurlær, sem
bæði eru stærri og litfegri en frændur þeirra í hín-
um köldu löndum; þær hafa það fram ylir hinar,
að þær lifa lengur, og hafa því fasta bústaði; þær
búa í holum í jörðinni, tjalda veggma og leggja
þræði fyrir''innganginn, eins og til varnar.
það er eín' af þessum litfögru veiðiköngurlóm,
sem er orðin víðfræg, þótt hún eigi það elrki skil-
ið; það er «tarantellan», sem opt má sjá nálægt
Neapel. Ef eitt af þessum saklausu dýrum sezt á
fingurinn á einhverjum íbúa þessa hjeraðs, kippist
hann aptur á bak, því að það er hjátrú hjá þessu
fólki, að tarantellan sje hræðilegt dýr; það á að
hafa hinar skelfilegustu afleiðiugar, ef hún stingur
mann; hann á að verða eins og óður, og æði það
mundi verða Jians liani, ef Neapelsbúar, sem eru
svo hugvitssamir og gefnir fyrir söng, hefðu ekki
fundið fjörugan danz, sem getur læknað böl það,
er tarantellan hefir valdið. þessi hjátrú hefir
breiðzt út um heiininn, og þess vegna er sagt um
þann mann, sem mjög er ókyr og snöggur í bragði;
«Jeg held að tarantella hafi stungið liann». En
ekki er þetta annað en tilbúningur, því að nátt-