Iðunn - 01.06.1889, Side 100
266
Emile Blanchard:
ar loksins er komið niður ljelegan stiga, gefst
komumanni á að líta, eða hitt þó heldur. Vegg-
irnir eru berir og fullir af sagga; lopt og birta
kemst ekki niðnr þangað öðru vísi, en þegar veðr-
ið leyfir að hafa hlerann opinn. Fyrir 50 árum
voru þessir kjallarar mjög algengir, en nú eru þeir
fágætari, og ekki út af eins illa gerðir. Við þessa
kjallara getum vjer líkt bústöðum húsköngurlónna;
því að bæði er hurðin lík, og á sama hátt má
komast ofan í þá. þeir eru samt svo vel faldir
að utan, að illt er að finna þá; ekki eru þeir held-
ur mjög glæsilegir að utan; en þegar komið er nið-
ur í þá, eru þeir fagurlega prýddir; veggirnir eru
tjaldaðir silki því, er köngurlóin spinuur. Eins og
á hinum fyr nefndu kjöllurum eru hlemmar yfir
opinu; búa köngurlærnar þá til úr moldinni, sem
þær hafa grafið upp úr holunum, og þjetta þær
hana með vökva, sem þær spinna silkið úr. Hlemm-
urinn er sterkur og þolir talsverða þrýsting, þar
eð hann er líka svo mátulcgur í opið. Að utan er
hlemmurinri ósljettur, svo ckki er hægt að sjá
hann; en að intian er hánn tjaldaður silki, og
öll holan slíkt hið sama. A hverri hurð er nauð-
synlegt að hafa hjörur og lás; þetta hvorutveggja
hefir köngurlóin líka hugsað um. Hjörurnar eru
silkisnúra, ótrúlega sterk og teygjanleg, og sem læt-
ur hurðina þegar falla aptur, er búið er að ganga
um hana. Lásiun er ekki eins fullkominn; það
eru smá göt, eins og eptir títuprjón, sem eru á
hlemmnum gagnvart hjörunum. Eins og áður er
sagt, felluv hann svo vel í opið á holunni, að ekki
er hægt að koma neinu þar á milli; köngurlóin