Iðunn - 01.06.1889, Síða 124
290
Yfirlit yfir sögu Ástralíu.
inn er líka írskur, vilja þeir endilega drekka (aninnj
gamla Irlands», — náttúrlega í kampavíni, og biðja
um 50 flöskur. En óðara en þeir eru búnir að borga
fyrir þær, það sem upp var sett, 50 pund sterling,
og taka úpp tvær flöskurnar, kallar vagnmaðurinn:
«Allir upp í vagninn!# Gullnemarnir kveðja í snatri,
skreiðast upp i vagninn, og láta veitingamanninn
eiga hinar 48 flöskurnar, sem eptir voru.
Gróði manna í gullnámunum varð þó ekki mjög
mikill, þegar öllu var á botninn hvolft, og margir
urðu enda að lifa við sult og seyru1. Á endanum
komst regla á gullgröptinn, eins og við annað málm-
nám, svo sem eir, kol og tin, er byrjað hafði ver-
ið á löngu áður, og út lítur fyrir, að landið muni
draga drjúgt, er stundir líða. Nýjar gullnáinur
hafa fundizt í norðanverðu landinu, og innflytjend-
ur eru teknir að flytja sig þangað, en yfir höfuð
eru þó kvikfjárrækt og akuryrkja aðal-atvinnuveg-
irnir.
Kínverjar, sem safnast jafnan þar að, sem nokk-
ur arðsvon er, og hafa dreifzt yfir allar Indlands-
eyjar, hafa einnig flutt sig til Ástralíu, einkum í
norðurhluta Qweenslands. En þar eð þeir spilla
mjög fyrir atvinnu hvítra manna, hefir verið reynt
að reisa öflugar skorður við innflutningi þeirra, t.
d. með aðflutningstolli, eins og í Ameríku, en þeir
hafa smeygt sjer inn samt sem áður, og samningi
þeim, er átti að gera við Kínlandsstjórn, ogmundi
hafa gert Kínverjum hjer um bil ókleyft að ná
þar bólfestu framar, neitaði Kínlandsstjórn í fyrra
1) Sjá gullnemalíf í Ástralíu, í III. bindi þessa rits.