Iðunn - 01.06.1889, Side 131
Norðurhei m sskautið.
‘297
þegar gufuskipin komu til sögunnar, varð að
sönnu miklu hægra að komast áfram, því þau eiga
miklu betra með að snúa sjer undan í allar áttir;
en þrátt fyrir það liafa þau ekki getað brotizt alla
leið enn.
þar sem skipin hafa orðið að hætta, hefir ver-
ið reynt að komast áfram á sleðum, sem dregirir
hafa verið af hreinum eða grænlenzkum hundum;
en þá koma nýir örðugleikar : á sleðunum er ekki
hægt að hafa nema lítinn þunga, og ísinn er opt
svo ósljettur, að hann er lítt fær ; sumstaðar er
stórjökum hrúgað saman í háa hryggi, sem eru
eins og eldhraun yfir að líta; sumstaðar er snjó-
kyngið svo mikið, að ekkert er hægt að komast
áfram, eða þá tjarnir ofan á ísnum, þegar þíðviðri
eru; sumstaðar eru sprungur í ísnum og vakir,
sem ómögulagt er að komast yfir, eða þá að ís-
helluna rekur í gagnstæða átt við það, sem haldið
er, eins og varð fyrir Parry, 1827, er ætlaði að
komast alla leið á sleðum til norðurskautsins frá
Spitzbergen. Varð hann að snúa aptur á 82f
mælistigi. Iíall frá Bandaríkjunum komst líka
norður fyrir 82 stig árið 1871. Nares og Markham
frá Englandi á 83° 20' 1876. En þeir, sem lengst
hafa komizt norður, voru þeir lautenant Lockwood,
förunautur Greelys frá Bandaríkjunum. Iíomust
þeir 13.maí 1882 á 83°24' á vesturströnd tirænlands,
en þaðan vantaði þó 99 rnílur til að komast alla
leið til norðurheimsskautsins; en nær suðurheims-
skautinu hefir enginn komizt en Englending-
urinn James Boss 1842, á 78^. raælistig, en það-
an voru þó 175 mílur til suðurskautsins.