Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1934, Blaðsíða 7
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIPÉLAGS ÍSLANDS 27. árg. Reykjavík. — Jan. 1934. Nr. 1. Sjávarútvegurinn 1933. Eftir Kristján Bergsson. 1 siðustu ársskýrslu minni um á- stand sjávarútvegsins árið 1932 (Ægir 1. tbl. 1933) gat ég þess, að þess árs myndi lengi verða minnst sem »kreppu- ársins mikla« og að margt benti til þess að við á því ári hefðum komist við- skiptalega séð, lægst niður í öldudalinn, og mætti því búast við batnandi tíma framundan. Þessi von mín og margra fleiri hefur nú ræzt allverulega, því þrátt fyrir marga óyfirstigna erfiðleika og eftirköst fram- leiðslu- og viðskiptaörðugleika, hefur af- koma útgerðarinnar yfirleitt á þessu liðna ári verið að mun betri, en undanfar- andi ár. Þungir skuldabaggar frá töpum út- gerðarinnar á undanfarandi árum liggja þó enn þá sem lamandi martröð á þess- um atvinnuvegi, sem svo afarmikla þýð- ingu hefur fyrir alla afkomu okkar, að ekki er of djúpt tekið í árinni þó sagt sé, að sjálfstæði landsins og tilvera þjóðar- innar sé undir afkomu þessa eina at- vinnuvegar komin, enda er nú svo kom- ið, að bæði Alþingi og stjórnmálaflokkar þeir, sem minnsta samúð hafa sýnt sjáv- arútveginum á undanförnum árum, eru nú farnir að viðurkenna tilverurétt hans. þó að umhyggja sú enn líkist mest um- hyggju bóndans fyrir beztu kúnni, ef hún lækkar snögglega nyt sína. Þar sem við, frekar en flestar aðrar þjóðir, erum mest háðir útflutningi á af- urðum vorum, einkum þó sjávarafurð- unum, því innanlandsneyzla er tiltölu- lega mjög lítil hjá jafn fámenni þjóð, þá er afkoma vor mjög báð kaupgetu viðskiptaþjóðanna á hverjum tíma ásamt þeim tolla- og innflutnings-múrum, sem þær á hverjum tíma hlaða um sig. — Þessir tolla- og innflutnings-múrar hafa risið töluvert hátt á þessn ári, svo að búast má við, að það verði helztu sér- kenni þessa árs, þegar ástandið er tekið í stórum dráttum, og er nú svo komið á raörgum sviðum, að vart verður lengra gengið, enda eru nú þjóðirnar farnar að fá opin augu fyrir skaðsemi þessarar stefnu, sem er eins og léleg smáskammta- lækning, dregur máske úr verstu erfið- leikum innlendu framleiðslunnar í bili, en skapar nýja varnarmúra á móti og aukna erfiðleika á öðrum sviðum. — Fyrir íslenzka sjávarútveginn hafa þó einkum tveir af þessum þröskuldum orðið tilfinnanlega örðugir, þ. e. fersk- fisktollurinn í Þýzkalandi, sem er 100

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.